x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Karlakórinn Hreimur

Ég veit þú kemur

Þessi viðburður er liðinn

Karlakórinn Hreimur var stofnaður árið 1975 í Þingeyjarsýslu, hann hefur frá stofnun verið einn stærsti kór sýslunnar. Í dag er hann skipaður um 60 mönnum sem flestir koma úr Þingeyjarsýslum. Stjórnandi kórsins er Steinþór Þráinsson og undirleikari Steinunn Halldórsdóttir.

Síðastliðið vor sungu með kórnum Gissur Páll Gissurarson og Margrét Eir og koma þau nú aftur fram með kórnum á fyrstu stórtónleikum Karlakórsins Hreims í Eldborgarsal Hörpu.

Auk þeirra Gissur og Margrétar syngja einsöngvarar úr röðum kórmanna þeir Ásgeir Böðvarsson og Sigurður Ágúst Þórarinsson. Með kórnum á sviðinu verður hljómsveit skipuð þeim Borgari Þórarinssyni, Pétri Ingólfssyni og Gunnari Illuga Sigurðssyni.

Efnisskrá kórsins er ákaflega fjölbreytt allt frá hefðbundnum karlakórssöng yfir í dægurlagatónlist. Á söngskrá hjá kórnum þetta kvöld eru meðal annars lög frá Vestmannaeyjum. Hress lög sem allir
þekkja, skemmtilega útsett fyrir karlakór.

Þetta verða tónleikar sem enginn má missa af!

Ég veit þú kemur.

Hreimur hefur á rúmlega 40 ára ferli gefið út fjölda hljómplatna og geisladiska, farið í níu  utanlandsferðir og víða haldið tónleika í kirkjum, samkomuhúsum og á götum úti. Auk þess hefur kórinn sungið vítt og breytt um landið bæði einn og sér og ásamt fleiri kórum. Hreimur hefur frá upphafi haft Ýdali í Þingeyjarsveit sem sýna bækistöð og heldur þar árlegan Vorfagnað með góðum gestum og hafa mörg þekkt nöfn sungið með kórnum í gegnum tíðina.