x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Karíus og Baktus

Samkvæmt tilmælum sóttvanaryfirvalda frestum við sýningum á Karíus & Baktus sem vera áttu 10. október til og með 8. nóvember, allir miðar eru tryggir, nýir miðar verða sendir út um leið og takmörkunum verður aflétt og sýningarhald getur hafist að nýju. Ef ný dagsetning hentar ekki er lítið mál að hafa samband við miðasölu og við finnum hentuga dagsetningu. 

Vinsamlega athugið að selt er í allan salinn. Börn 15 ára og yngri eru undanskilin fjarlægðartakmörkunum og þar sem um barnasýningu ræðir er óhætt að selja hvert sæti. Æskilegt er að ótengdir fullorðnir einstaklingar hafi því barn yngra en 15 ára á milli sín við val sæta.

Tanntröllin Karíus og Baktus lifa sannkölluðu sældarlífi í munninum á drengnum Jens. Enda notar hann tannburstann lítið sem ekkert og vill helst gæða sér á allskyns sætindum sem Karíus og Baktus kunna svo sannarlega að meta. Félagarnir hreiðra um sig í tönnunum og ræða framtíðardrauma um byggingaframkvæmdir í munninum. En þegar þeir gerast of aðgangsharðir verður Jens að fara til tannlæknis sem setur framkvæmdirnar í uppnám og félagarnir þurfa að leita á nýjar slóðir.

Karíus og Baktus er sígilt ævintýri eftir Thorbjörn Egner. Sagan kom fyrst út á bók árið 1949 og síðan þá hafa þessir litlu prakkarar notið mikilla vinsælda meðal barna víða um heiminn.

Nú má sjá þessa sígildu prakkara í fallegu leikhúsi sem sett hefur verið upp í Kaldalóni í Hörpu en það er miklu skemmtilegra að kíkja á þá þar en að hafa þá í munninum á sér. Karíus og Baktus er hress og skemmtileg sýning fyrir alla aldurshópa og er tilvalin fyrir unga krakka sem eru að kynnast töfrum leikhússins í fyrsta skipti.

Sýningin er um 45 mínútur að lengd. Sýningin er ætluð börnum frá 1 árs aldri og greitt er fyrir öll börn eldri en 1 árs.

Karíus og Baktus fengu tilnefningu til Grímunnar sem barnasýning ársins

Leikarar: Elísabet Skagfjörð og Kjartan Darri Kristjánsson
Leikstjórn: Agnes Wild og Sara Marti Guðmundsdóttir
Leikmynd og búningar: Steinunn Marta Önnudóttir
Tónlist og hljóðmynd: Stefán Örn Gunnlaugsson
Myndbandsvinnsla: Steinar Júlíusson

Framleiðsla: Daldrandi ehf
Sýningarréttur: Teaterförlag Songbird AS Bergen/Norge

Allar dagsetningar

  • desember 2020
  • 06. des 2020 – kl. 13–13:45
  • 13. des 2020 – kl. 13–13:45
Deila