x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Kammersveit Vínar og Berlínar

Fremstu fiðlarar Evrópu

Þessi viðburður er liðinn

Þann 19. maí leikur Kammersveit Vínar og Berlínar eldheita efnisskrá á sviði Eldborgar en hún er skipuð nafntoguðustu hljóðfæraleikurum úr Fílharmóníusveit Vínar og Fílharmóníusveit Berlínar. Hljómsveitirnar tvær teljast án vafa til þeirra fremstu í heimi og eru miklir keppinautar í tónlistarheiminum. Sir Simon Rattle átti frumkvæði að því að þær komu saman í fyrsta sinn en það var í tilefni af fimmtugsafmæli hans. Sir Simon Rattle er aðalstjórnandi Berlínar Fílharmóníunnar en tónlistarunnendum er sjálfsagt ferskt í minni þegar hljómsveitin lék undir hans stjórn við stórkostlegar undirtektir í Hörpu árið 2012.

Fílharmóníusveitirnar tvær eiga sameiginlegt áratugasamstarf við stjórnendur á borð við Wilhelm Furtwängler, Herbert von Karajan, Claudio Abbado og Sir Simon Rattle hefur sett mark sitt á báðar hljómsveitirnar. Spilamennska beggja hljómsveita einkennist af hárfínni nálgun, miklum sveigjanleika og einstakri hljómfegurð, sem gerir þær einstakar, m.a.s. í samanburði við rómuðustu hljómsveitir Bandaríkjanna.


Um hljómsveitina

Áheyrendur og gagnrýnendur eru sammála um að tvær hljómsveitir geti talist þær fremstu í heimi: Fílharmóníusveit Vínar og Fílharmóníusveit Berlínar.

Gjarnan er lögð áhersla á það sem aðgreinir sveitirnar tvær. Sagt er að Vínarsveitin sé fáguð og tíguleg en Berlínarbúarnir ástríðufullir og hrífandi, að önnur hljómsveitin einkennist af flauelsmjúkum strengjahljóm en hin af mögnuðum einleikurum á blásturshljóðfæri.

Það er því ljóst að stofnun Kammersveitar Vínar og Berlínar heyrir til mikilla tíðinda. Þegar betur er að gáð er líka ýmislegt sem sameinar hljómsveitirnar. Áratugasamstarf við stjórnendur á borð við Wilhelm Furtwängler, Herbert von Karajan, Claudio Abbado (sem stjórnuðu bæði Ríkisóperunni í Vín og voru aðalstjórnendur Berlínarfílharmóníunnar) og Sir Simon Rattle hefur sett mark sitt á báðar hljómsveitirnar. Auk þess störfuðu því sem næst sömu gestastjórnendur með þeim báðum sama árið. Spilamennska beggja hljómsveita einkennist af hárfínni nálgun, miklum sveigjanleika og einstakri hljómfegurð, sem gerir þær einstakar, jafnvel í samanburði við rómuðustu hljómsveitir Bandaríkjanna.

Þó að samskipti hljómsveitanna hafi ávallt verið góð er ekkert launungarmál að þær eru keppinautar í tónlistarheiminum. Það var að frumkvæði Sir Simon Rattle sem hljómsveitirnar komu saman í fyrsta sinn, en hann óskaði þess að stjórna sameiginlegum tónleikum þeirra í tilefni af fimmtugsafmælinu sínu. Útkoman var svo góð að ekki var um annað að ræða en að halda samstarfinu áfram.

Upp úr því varð Kammersveit Vínar og Berlínar til. Með henni leika margir af nafntoguðustu hljóðfæraleikurum hljómsveitanna tveggja og segja má að í kammersveitinni megi finna kjarna þeirra beggja. Markmiðið með efnisskránni er að sameina fínleika kammertónlistar og kraft sinfóníusveitar. Samstarfinu er ætlað að vera vettvangur þar sem listamennirnir geta miðlað listsköpun sinni og hugmyndum, þeim sjálfum og áheyrendum til góða.

Rainer Honeck (sem hefur verið konsertmeistari Vínaróperunnar síðan 1984 og Vínarfílharmóníunnar síðan 1992) hefur verið konsertmeistari og listrænn stjórnandi Kammersveitar Vínar og Berlínar frá stofnun hennar.

 • Efnisskrá

  Joseph Haydn: Sinfónía Nr. 59 „Eldsinfónían“

  Joseph Haydn: Sellókonsert í  C-dúr | Gautier Capuçon

  -Hlé-

  Wolfgang Amadeus Mozart: Concertone KV 190 | Rainer Honeck & Noah Bendix-Balgley

  Joseph Haydn: Sinfónía Nr. 49 „La passione