x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Kammersveit Reykjavíkur – Ítalskir konsertar

Sígildir sunnudagar

Þessi viðburður er liðinn

Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur að þessu sinni eru helgaðir ítalskri barokktónlist. Einleikarar koma úr röðum sveitarinnar en einnig verður lútuleikarinn Arngeir Heiðar Hauksson sérstakur gestur. Arngeir hefur helgað sig upprunaflutningi á fornri tónlist og hefur starfað lengi í Bretlandi með hinum ýmsu tónlistarhópum.

Á tónleikunum leikur Kammersveitin hina þekktu jólakonserta Corellis og Manfredinis en auk þeirra eru á efnisskrá einleikskonsertar eftir Vivaldi og Brescianello. Arngeir Heiðar leikur einleik í lútukonserti Vivaldis en aðrir einleikarar á tónleikunum eru Una Sveinbjarnardóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Gunnhildur Daðadóttir og Laufey Jensdóttir á fiðlu, Hrafnkell Orri Egilsson á selló og Matthías Birgir Nardeau á óbó.

KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR var stofnuð árið 1974 af Rut Ingólfsdóttur og félögum. Markmiðið með stofnun hennar var að gefa áheyrendum kost á reglulegum tónleikum með kammertónlist, allt frá barokktímanum til nútímans, og um leið að gefa hljóðfæraleikurunum tækifæri til að glíma við áhugaverð verkefni. Kammersveitin hefur átt fastan sess í tónlistarlífi höfuðborgarinnar síðan. Árvissir Jólatónleikar Kammersveitarinnar sem helgaðir eru tónlist barokktímans eru í margra huga ómissandi þáttur í aðdraganda jóla. Kammersveitin hefur unnið náið með íslenskum tónskáldum, frumflutt fjölda nýrra íslenskra verka og gefið út fjölda geisladiska.