Ekkert fannst
Þessi viðburður er liðinn
Beethoven í 250 ár
Kammersveit Reykjavíkur dregur upp svipmynd af Ludwig van Beethoven í tilefni þess að árið 2020 eru 250 ár frá fæðingu hans. Leikin verður tónlist sem lýsir lífi hans og list, í kynningu hljóðfæraleikara Kammersveitar Reykjavíkur.
Tilfinningaþrungið tónmál Beethovens sprengdi upp reglur klassíska tímabilsins og þandi form þess. Með því varpaði Beethoven klassíska tímabilinu yfir í það rómantíska. Síðan þá hefur ekkert tónskáld haft dýpri áhrif á tónlistarsöguna enda eiga verk hans fullt erindi við samtímann og halda áfram að koma á óvart með ferskleika sínum og snilld.
Tónleikarnir hefjast á því að 11 ára undrabarnið Beethoven verður kynnt til leiks með fyrsta verki hans sem gefið var út. Þá munu æskuverk hljóma sem eru góðir fulltrúar hins klassíska Beethovens, undir áhrifum frá samtímanum og sér í lagi Mozart. Meðal þeirra eru blásaraoktettinn Rondino og Septett.
Frá síðari tímabilum ferilsins verður leikin kammerútgáfa af 1. þætti áttundu sinfóníu Beethovens sem Hrafnkell Orri Egilsson félagi í Kammersveitinni útsetti sérstaklega fyrir tónleikana.
Kammersveitin leikur einnig þátt úr píanótríói í D dúr op. 70 og Fúgu fyrir strengjakvintett op. 137.
Ekki er hægt að minnast Beethovens án þess að skoða strengjakvartettana sem hann samdi á síðustu æviárum sínum, þegar hann var heyrnarlaus og þjakaður á líkama og sál.
Tónleikunum lýkur á Cavatinu úr strengjakvartett op. 130, sem hljómar nú í geimfarinu Voyager 1 sem ferðast hefur á 56.000 km hraða í 41 ár og er nú komin út úr sólkerfinu, í um 22.000.000.000 km fjarlægð frá jörðinni.
Tónleikarnir frestast þar til síðar á árinu. Nánari upplýsingar berast þegar ný dagsetning liggur fyrir.
Tónleikarnir fara fram innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar í Hörpu 2019 – 2020.
08. 09. 2019 Ást og hatur
15. 09. 2019 Alda tríó – Markverðar konur
29. 09. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Trio Nordica, Helga Þóra og Þórunn Ósk
06. 10. 2019 Camerarctica – Mozart aríur og Brahms
20. 10. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Einar, Þórunn Ósk og Anna Guðný
27. 10. 2019 Kammersveit Reykjavíkur – Þrír Frakkar og Schumann
03. 11. 2019 Íslenskar dægurperlur með Ragnheiði Gröndal
10. 11. 2019 Velkomin heim – Sólveig Thoroddsen hörpuleikari
17. 11. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Camerarctica
24. 11. 2019 Sellósónötur – Geirþrúður Anna og Jane Ade
08. 12. 2019 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur
19. 01. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Páll Palomares, Ólöf Sigursveinsdóttir, Bjarni Frímann
26. 01. 2020 Vinsælir sígildir ljóðasöngvar – Kristín R. Sigurðardóttir og Arnhildur Valgarðsdóttir
02. 02. 2020 Barrokkbandið Brák
09. 02. 2020 Stirni Ensemble
16. 02. 2020 Tvíleikur – Hulda Jónsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir
16. 02. 2020 Velkomin heim – Anna Sóley Ásmundsdóttir og ensemble
23. 02. 2020 Svítur og valsar úr austri og vestri
01.03.2020 Cauda Collective: Ástarjátning
08. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Strokkvartettinn Siggi
15. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Weinberg & Shostakovich
22. 03. 2020 Velkomin heim – Björk Níelsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir
29. 03. 2020 Kammersveit Reykjavíkur – Beethoven í 250 ár
13.04.2020 Tríóið Minua á Björtuloftum
19. 04. 2020 Bach og börnin – 100 börn slá hjartans hörpustrengi
03. 05. 2020 Velkomin heim – Þóra Kristín og Desirée Mori
10. 05. 2020 Strengjakvartettar – Ravel, Britten og Beethoven
24. 05. 2020 Barrokkbandið Brák – Franskar aríur og hirðtónlist