x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Kammermúsíkklúbburinn 2018-19

Perlur tónbókmenntanna í flutningi okkar fremstu tónlistarmanna

Þessi viðburður er liðinn

4.tónleikar, sunnudaginn 20. jan. 2019 kl. 16:00

Alfred Schnittke: Píanókvartet
Sergei Prokofieff: Sónata fyrir 2 fiðlur
A.-F. Servais: Tilbrigði við „Eldgamla Ísafold“
Béla Bartók: Píanókvintett

Flytjendur
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla, Sigurbjörn Bernharðsson, fiðla; Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla; Sigurgeir Agnarsson, selló; Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó

Kammermúsíkklúbburinn hefur starfað óslitið frá árinu 1957 og fagnar því 60 ára afmæli sínu nú í vetur. Markmið aðstandenda klúbbsins hefur frá upphafi verið að veita fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar vettvang til þess að flytja það besta og áhugaverðasta úr heimi kammertónlistar. Kammermúsíkklúbburinn byggir tilveru sína á traustum hópi félaga sem greiða árgjald í upphafi starfsársins.

Kammermúsíkklúbburinn býður að venju upp á fjölbreytta tónleika í vetur. Í Norðurljósasal Hörpu fær kammertónlist af ýmsum toga að óma, perlur tónbókmenntanna, í flutningi tónlistarmanna úr fremstu röð.

Tónleikarnir eru í áskrift fyrir félaga Kammermúsíkklúbbsins en annars öllum opnir. Lausa miða má kaupa í Hörpu á kr. 3.900. Tónlistarnemar og unglingar í fylgd klúbbfélaga fá miða á 500 kr. Til að gerast félagi sjá www.kammer.is