1. tónleikar, sunnudaginn 24. sept. 2017 kl. 17:00 Robert Schumann: Fiðlusónata í a-moll op. 105 Robert Schumann: Píanótríó í d-moll op. 63 Robert Schumann: Píanókvartett í Es-dúr op. 47 Flytjendur Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla Sigurbjörn Bernharðsson, fiðla/víóla Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló Roope Gröndahl, píanó
Kammermúsíkklúbburinn býður að venju upp á fjölbreytta tónleika í vetur. Í Norðurljósum Hörpu fær kammertónlist af ýmsum toga að óma, perlur tónbókmenntanna, í flutningi tónlistarmanna úr fremstu röð. Kammermúsíkklúbburinn hefur starfað óslitið frá árinu 1957 og haldið úti metnaðarfullu starfi í 60 ár. Markmið aðstandenda klúbbsins hefur frá upphafi verið að veita fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar vettvang til þess að flytja það besta og áhugaverðasta úr heimi kammertónlistar. Kammermúsíkklúbburinn byggir tilveru sína á traustum hópi félaga sem greiða árgjald í upphafi starfsársins. Tónleikarnir eru í áskrift fyrir félaga Kammermúsíkklúbbsins en annars öllum opnir. Tónlistarnemar og unglingar í fylgd klúbbfélaga fá miða á 500 kr. Til að gerast félagi sjá www.kammer.is