x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Kammermúsíkklúbburinn #1

Perlur tónbókmenntanna í flutningi okkar fremstu tónlistarmanna

Þessi viðburður er liðinn

1. tónleikar, sunnudaginn 24. sept. 2017 kl. 17:00
Robert Schumann: Fiðlusónata í a-moll op. 105
Robert Schumann: Píanótríó í d-moll op. 63
Robert Schumann: Píanókvartett í Es-dúr op. 47

Flytjendur
Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla
Sigurbjörn Bernharðsson, fiðla/víóla
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló
Roope Gröndahl, píanó

Kammermúsíkklúbburinn býður að venju upp á fjölbreytta tónleika í vetur. Í Norðurljósum Hörpu fær kammertónlist af ýmsum toga að óma, perlur tónbókmenntanna, í flutningi tónlistarmanna úr fremstu röð.

Kammermúsíkklúbburinn hefur starfað óslitið frá árinu 1957 og haldið úti metnaðarfullu starfi í 60 ár. Markmið aðstandenda klúbbsins hefur frá upphafi verið að veita fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar vettvang til þess að flytja það besta og áhugaverðasta úr heimi kammertónlistar. Kammermúsíkklúbburinn byggir tilveru sína á traustum hópi félaga sem greiða árgjald í upphafi starfsársins. Tónleikarnir eru í áskrift fyrir félaga Kammermúsíkklúbbsins en annars öllum opnir. Tónlistarnemar og unglingar í fylgd klúbbfélaga fá miða á 500 kr. Til að gerast félagi sjá www.kammer.is

Tónleikaskrá 2017 – 2018

1. tónleikar, sunnudaginn 24. sept. 2017 kl. 17:00
Robert Schumann: Fiðlusónata í a-moll op. 105
Robert Schumann: Píanótríó í d-moll op. 63
Robert Schumann: Píanókvartett í Es-dúr op. 47

Flytjendur: Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla, Sigurbjörn Bernharðsson, fiðla/víóla
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló; Roope Gröndahl, píanó

2. tónleikar, sunnudaginn 8. okt. 2017 kl. 17:00
í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands
Franz Schubert: Strengjakvartett í d-moll (Dauðinn og stúlkan)
Esa-Pekka Salonen: Homunculus
Daníel Bjarnason: Stillshot
Andrew Norman: Stop Motion

Flytjendur: Calder-Quartet:
Benjamin Jacobson, fiðla; Andrew Bulbrook, fiðla;
Jonathan Moerschel, víóla; Eric Byers, selló

3. tónleikar, sunnudaginn 22. okt. 2017 kl. 17:00
J. N. Hummel: Grande Sérénade en Potpourri í G-dúr op. 63
Joseph Kreutzer: Tríó í A-dúr op. 16 f. fiðlu, klarinett og gítar
L.v.Beethoven: Dúett fyrir klarinett og fagott
J. N. Hummel: Grande Sérénade en Potpourri í C-dúr op. 66

Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla; Arnaldur Arnarson, gítar;
Einar Jóhannesson, klarinett; Michael Kaulartz, fagott;
Jane Ade Sutarjo, píanó

4. tónleikar, sunnudaginn 19. nóv. 2017 kl. 17:00
Philip Glass: Strengjakvartett nr. 3 „Mishima“
D. Shostakovich: Strengjakvartett nr.7 í fís-moll op. 108
L.v.Beethoven: Strengjakvartett í cís-moll op. 131

Flytjendur: Strengjakvartettinn Siggi:
Una Sveinbjarnardóttir, fiðla; Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla;
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla; Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló

5. tónleikar, sunnudaginn 21. jan. 2018 kl. 17:00
Felix Mendelssohn: Capriccio í e moll, op. 81.3 fyrir strengjakvartett
Krzysztof Penderecki: Kvartett fyrir klarinett, fiðlu, víólu og selló (1993)
Arnold Schönberg: Strengjakvartett nr. 2 op. 10 fyrir sópran og strengjakvartett

Flytjendur: Camerarctica:
Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran; Ármann Helgason klarínett;
Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla; Bryndís Pálsdóttir, fiðla;
Svava Bernharðsdóttir, víóla; Sigurður Halldórsson, selló;

6. tónleikar, sunnudaginn 18. feb. 2018 kl. 17:00
Johannes Brahms: Píanótríó nr. 2 í C-dúr op. 87
D. Shostakovich: Píanótríó nr. 2 í e-moll op. 67

Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló;
Domenico Codispoti, píanó

Tónleikskrá birt með fyrirvara um breytingar.

Deila