x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Jazz með útsýni – Balda/Ásmundsson/Kappyne tríó

Þessi viðburður er liðinn

Á þessum tónleikum kemur fram tríó þriggja vina sem kynntust í tónlistarnámi í Amsterdam. Tríóið blandar saman ýmsu tónlistarstefnum í lögum sínum sem mætti helst lýsa helst sem einskonar kammerjazz.  Lögin eru samin af gítarleikaranum Mikael Mána en tónsmíðarnar eru notaðar sem efniviður fyrir spuna og samleik. Tónlistin er melódísk, aðgengileg og litrík og líkleg til að vekja áhuga tónlistarunnenda.

Gítarleikarinn Mikael Máni gaf út sína fyrstu sólóplötu, Bobby, í maí 2019 með stórskotaliðinu Skúla Sverrissyni á bassa og Magnúsi Tryggvasyni á trommum. Áður hefur hann gefið út plötur í samstarfsverkefnum t.a.m. Beint heim með dúettnum Marínu & Mikael sem var tilnefnd sem plata ársins 2017 í jazz-og blús flokki á íslensku tónlistarverðlaununum.