x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Ingibjörg Turchi og hljómsveit

Þessi viðburður er liðinn

Tónleikunum er frestað – tilkynnt verður um nýjan tónleikadag fljótlega.

Þann 27.mars næstkomandi kl. 20 blæs Ingibjörg Elsa Turchi til tónleika í Kaldalóni í Hörpu ásamt hljómsveit sinni. Á efnisskránni verður endurunnin tónlist af plötu hennar „Wood/Work“, sem kom út árið 2017 hjá SMIT records, í bland við nýtt óútgefið efni og spuna. Á vormánuðum kemur út ný plata sem sveitin tók upp í september 2019.

Ingibjörg hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi síðustu ár og hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Teiti Magnússyni og Stuðmönnum svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki hefur Ingibjörg komið reglulega fram undir eigin nafni þar sem hún kannar hljóðheim rafmagnsbassans, sem er hennar aðalhljóðfæri.

Tónlist Ingibjargar má lýsa sem einskonar blöndu hins rafmagnaða og hins náttúrulega. Í gegnum endurtekningar skapar Ingibjörg einstakan og dáleiðandi hljóðheim, sem hún brýtur upp með melódískum bassalínum. Þannig gerir músík hennar tilraun til að víkka út mörk þess sem rafmagnsbassinn er fær um.

Hljómsveitina skipa:
Ingibjörg Elsa Turchi – Rafbassi
Tumi Árnason – Saxófónn
Magnús Trygvason Eliassen – Trommur
Hróðmar Sigurðsson – Gítar
Magnús Jóhann Ragnarsson – Píanó

Tónleikarnir eru styrktir af Ýli tónlistarsjóði.

Umfjallanir
„Tónlistin sjálf er algerlega æðisleg . . . mínimalískur bassaleikur sem myndar taktviss stef og lykkjur. Hljóðið er unnið og nótum og skölum vafið haganlega saman . . . virkilega áhlýðilegt verk“
Arnar Eggert Thoroddssen, í dómi sínum um “Wood/work”

“Ingibjörg Turchi’s virtuosic ensemble played a set of warm, charming instrumental music that hovered between jazz, post-rock, formal composition and improvisation.”
John Rogers, The Reykjavík Grapevine