x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Sérstæða

Expo-skálinn

Þessi viðburður er liðinn

Sérstæða er innsetning sérstaklega hönnuð fyrir Listahátíð 2020. Rýmið var afhjúpað sem hluti af afmælishátíð Listahátíðar og var opin gestum í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó frá 6.-17. júní 2020. Sérstæða verður enduropnuð í Hörpu í ágúst 2020 og verður opin gestum og gangandi fram eftir hausti.

Höfundar verksins eru Baldur Snorrason, Michael Godden, Katerina Blahutová, Kristian Ross.

Miðja svarthols nefnist sérstæða.

Í þessum punkti er ástandið svo undarlegt að tími og rúm hættir að vera til í þeirri mynd sem við þekkjum. Orðið er fengið úr stærðfræði og táknar meðal annars atburð í tímarúmi sem afstæðiskenningin nær ekki að lýsa; punkt þar sem fall stefnir á hið óendanlega, en óendanleikinn er einmitt viðfangsefni innsetningarinnar.

Undanfarið hefur hin hefðbundna nánd sem við þekkjum, nálægðin við næsta mann, vikið fyrir nýrri hugmynd; umhyggjan og samhyggðin sem felst í því að halda fjarlægð við næsta mann. Þversagnakennt ástand þar sem fjarlægðin færir okkur nær hverju öðru. Við tengjumst á nýjan hátt, á stærri skala. Eins konar kosmísk ást.

Náttúruleg – þó líklega tímabundin – þróun mannlegs ástands frá hinu sjálflæga í átt að hinu hnattræna. Slík þróun, ef hún heldur áfram, virðist litlum takmörkunum háð en hægt er að gefa henni mörg nöfn. Kannski sameinuð alheimsmeðvitund; Sjóndeildarhringurinn stækkar út fyrir hið hefðbundna sjónsvið líkt og óendanlegar spegilmyndir í allar áttir.

Hljóðin innan úr innsetningunni eru tekin upp og endursköpuð gegnum hljóðrita sem byggir á hljómburði jarðarinnar. Hljóðin ásamt lýsingu og litum hafa áhrif á samdrátt og útþenslu en sérstæðan (e. singularity) vísar í þennan brennipunkt sem liggur á milli hins hnattræna og hins sjálflæga. Hins innra og hins ytra. Stígðu inn í rýmið og hafðu áhrif á það með fjarlægðinni sem þú hefur milli þín og næsta einstaklings.

Baldur Helgi Snorrason
Katarina Blahutova
Kristian Ross
Michael Godden

Innsetningin Sérstæða er gerð í tilefni af 50 ára afmæli Listahátíðar í Reykjavík.

Hönnun: Baldur Snorrason, Michael Godden
Ljós og gagnvirkni: Katerina Blahutová, Raphaël Alexandre
Hljóðhönnun: Kristian Ross

Baldur Snorrason er arkitekt og hefur rekið hönnunarstofuna Bark Studio síðan hann útskrifaðist með meistarapróf í arkitektúr frá Listaháskólanum í Kaupmannahöfn veturinn 2016. Hann hefur starfað á mörkum arkitektúrs, hönnunar og listar í ýmsum verkefnum sem fást við rýmisupplifun á einn eða annan hátt.

Michael Godden vinnur bæði innan arkitektúrs og myndlistar. Hann útskrifaðist sem arkitekt frá Glasgow School of Art árið 2012 og hefur síðan unnið að verkefnum í Zürich, París og Reykjavik og meðal annars starfað með Jordi Colomer, Pezo Von Ellrichshausen and EXYZT. Í nýlegum verkum kannar hann samband líkamans við form og rými og leikur sér með nánd sem erfitt er að skapa innan arkitektúrs.

Katerina Blahutova er tékkneskur hönnuður sem býr á Íslandi og vinnur þvert á miðla. Hún útskrifaðist sem arkitekt frá CTU háskólanum í Prag og lærði margmiðlun og sviðslistafræði í Feneyjum. Kristian Ross er danskur tónlistarmaður og tónskáld sem býr í Reykjavík. Hann lærði hljóðhönnun, tónlistarfræði og tónsmíðar í háskólunum í Álaborg og Árósum.

Deila