x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

HJARÐSÖNGVAR

SÍGILDIR SUNNUDAGAR

Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari og Sigurður Ingvi Snorrason, klarinett flytja söngva hjarðsveina og -meyja ásamt öðru góðgæti fyrir hópinn og lýsa þannig upp svartasta skammdegið.

Sigrún Hjálmtýsdóttir hóf feril sinn á sviði dægurtónlistar. Síðar stundaði hún sígilt söngnám við Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum og hélt síðan til Ítalíu til framhaldsnáms. Hún hefur tekið þátt í margvíslegum uppfærslum og sýningum jafnt á sviði sem í kvikmyndum, sem ber fjölbreyttum hæfileikum hennar vitni. Frumraun sína á óperusviði þreytti hún í hlutverki Olympiu í Ævintýrum Hoffmanns í Þjóðleikhúsinu.

Meðal verkefna hennar hjá Íslensku óperunni eru hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós, Gildu í Rigoletto, Papagenu og Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni, Lúsíu í Lucia di Lammermoor, Violettu í La traviata, Adínu í Ástardrykknum og Rosalindu í Leðurblökunni.

Sigrún hefur margoft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem og erlendum hljómsveitum víða um heim. Sigrún söng hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni, fyrstu óperusýningunni í Hörpu, og hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir túlkun sína. Árið 1995 var Sigrún sæmd hinni íslensku fálkaorðu og árið 1997 finnsku ljónsorðunni. Sigrún var heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020.

Anna Guðný Guðmundsdóttir hefur verið fastráðinn píanóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2005, en kemur einnig reglulega fram sem einleikari, meðleikari og kammermúsíkant, og hefur sem slíkur lagt drjúgan skerf til íslenskstónlistarlífs í 30 ár. Anna Guðný hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2009 sem flytjandi ársins, meðal annars fyrir rómaðan flutning og upptöku á Tuttugu tillitum til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen, en hún hefur alls leikið inn á um 30 geislaplötur einog með öðrum. Anna Guðný lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1979 og stundaði framhaldsnám við Guildhall School of Music í Lundúnum.

Sigurður I. Snorrason tók lokapróf með láði (Diplomprüfung mit Auszeichnung) í klarínettuleik frá Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Vínarborg 1971. Hann var klarínettuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1973–2012. Hann hefur verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi sem einleikari og í kammertónlist. Sigurður hefur margsinnis leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku hljómsveitinni heima og erlendis og farið í tónleikaferðir um Evrópulönd og Bandaríkin. Þá hefur hann leikið kammertónlist með ýmsum tónlistarhópum og iðkað Vínartónlist með eigin salonhljómsveitum í dans- og tónleikasölum. Hann hefur tekið þátt í óperu- og óperettusýningum Þjóðleikhússins frá 1973 og Íslensku Óperunnar frá stofnun hennar.

Sígildir sunnudagar 2020 – 2021

Deila