x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

HIMA 2019 – Opnunartónleikar

Kvöldstund með strengjakvartettum

Þessi viðburður er liðinn

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu heldur námskeið í strengjakvartettleik með Sigurbirni Bernharðssyni 1. – 6. ágúst. Sigurbjörn er prófessor við Oberlin Conservatory í Bandaríkjunum en hann starfaði í 17 ár sem fiðluleikari í hinum heimsþekkta Pacifica String Quartet.

Á opnunartónleikum Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu má hlýða á kafla úr strengjakvartettum eftir m.a. Shostakovich, Haydn, Mendelssohn, Brahms og Ravel. Flutningur þeirra er í höndum nemenda námskeiðsins sem hafa æft undir handleiðslu Sigurbjörns.

Strengjakvartettinn er algengasta form kammertónlistar í klassískri tónlist og hefur notið mikilla vinsælda allt frá dögum Haydn um miðbik 18. aldar en hann hefur verið nefndur „faðir strengjakvartettsins“. Allar götur síðan hafa tónlistarmenn leitast við að fullkomna þetta listform og finna nýja fleti á flutningi þess. Að leika kammertónlist af þessu tagi er leikum og lærðum mikil ástríða og færir fólk af ólíkum uppruna nær hvort öðru með hjálp hins sameiginlega tungumáls, tónlistarinnar.