Ekkert fannst
Vegna áframhaldandi samkomutakmarkana hafa tónleikarnir fengið nýjar dagsetningar.
Ný dagsetningar: 15. janúar 2021- verður 7. maí 2021 16. janúar 2021 – verður 8. maí 2021
Miðahafar munu fá sendar frekari upplýsingar í tölvupósti, ef póstur skilar sér ekki gæti hann hafa lent í ruslhólfi.
GusGus verður 25 ára árið 2020 og blæs af því tilefni til sérstakra afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu.
Af þessu tilefni eru gamlir hljómsveitarmeðlimir boðnir sérstaklega velkomnir og munu þeir flytja mörg af vinsælustu og bestu lögum hljómsveitarinnar í gegnum árin.
Nú þegar hafa eftirfarandi söngvarar staðfest þáttöku sína:
✨ DANÍEL ÁGÚST HARALDSSON ✨ ✨ EMILIANA TORRINI ✨ ✨ JOHN GRANT ✨ ✨ HÖGNI EGILSSON ✨ ✨ MAGNÚS JÓNSSON ✨ ✨ PRESIDENT BONGO ✨
Skemmst er að minnast ótrúlegs kvölds fyrir rúmi ári síðan þegar hljómsveitin setti upp sína fyrstu tónleika í þessum glæsilegasta tónleikasal landsins. Og nú verður enn bætt í, þannig að búast má við upplifun sem seint mun gleymast.
Góða skemmtun!