Ekkert fannst
Þessi viðburður er liðinn
Hljómsveitin GÓSS heldur tónleika í Hörpu, fimmtudagskvöldið 25. febrúar.
Fylgt verður öllum samkomutakmörkunum og smitvörnum og þess vegna verður takmarkaður miðafjöldi í boði. Tónleikarnir hefjast stundvíslega k. 20:30.
Hljómsveitin GÓSS hefur undanfarið ár slegið í gegn með tónleikum sínum um land allt, en einnig vakti fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Góssentíð, mikla athygli og var m.a. tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Síðasta sumar út ábreiða af laginu Sólarsamba og sló hún vægast sagt í gegn á öldum ljósvakans sem og annars staðar.
Á tónleikum GÓSS verður boðið upp á létt og skemmtilegt prógramm þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa og notalega kvöldstund fyrir tónleikagesti.