x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Íslendingasögur – Sinfónísk sagnaskemmtun

Sinfónísk sagnaskemmtun

Þessi viðburður er liðinn

1000 miðar í boði, hver og einn má skrá sig fyrir tveimur miðum, nálgast þarf miðana í miðasölu Hörpu fyrir 26. nóvember. 

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins býður ríkisstjórn Íslands þjóðinni til veislu. Hátíðarviðburður fullveldisdagsins er nýstárleg sýning í tali og tónum, byggð á sögum Íslendinga fyrr og nú, ofin í myndrænan ljósagjörning.  Þar munu Sinfóníuhljómsveit Íslands, leikarar, söngvarar og einleikarar spinna sinfónískan sagnavef ásamt kórunum Schola cantorum og kór Menntaskólans við Hamrahlíð.
Við upphaf sýningarinnar flytja stutt ávörp Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Margrét II. Danadrottning.

Í sýningunni er horft fram á veginn, til næstu 100 ára með sögu síðustu aldar í farteskinu. Í þessum sinfóníska vef verða fólgnar fjölbreyttar gersemar, t.d. verður frumflutt sigurlag samkeppni afmælisnefndar fullveldisafmælisins „Landið mitt“ eftir Jóhann G. Jóhannsson, auk frumflutnings á verki eftir Báru Gísladóttur sem samið var gagngert fyrir þetta tilefni. Þá verður flutt ný útgáfa verksins Ad Genua eftir Önnu Þorvaldsdóttur við texta Guðrúnar Evu Mínervudóttur og er um að ræða frumflutning á Íslandi. Meðal listamanna sem fram koma eru tónlistarhópurinn Adapter, Varna Nielsen trommudansari frá Grænlandi, leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir, Nicholas Candy og Orri Huginn Ágústsson, sópransöngkonan Jóna G. Kolbrúnardóttir og rapparinn Ragna Kjartansdóttir. Búningahöfundur er Ingibjörg Jara Sigurðardóttir.

Listrænn stjórnandi sýningarinnar er Arnbjörg María Danielsen, sem ásamt danska video-listamanninum Lene Juhl Nielsen og ljósahönnuðinum Kasper Wolf Stouenborg annast sjónræna útfærslu og umgjörð sýningarinnar. Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason.

Sýningin verður í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.

Sýningin er unnin í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hörpu.

Deila