x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Flóttinn frá Nótnaheimum – aflýst

Leiksýning fyrir börn

Þessi viðburður er liðinn

Leiksýningunni Flóttinn frá Nótnaheimum, sem vera átti 8. desember 2018, hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum.

Þau fröken FA og herra Taktur verða aftur á ferðinni í Hörpu eftir áramótin, en senn verður tilkynnt um sýningardaga næsta árs.

Fylgist með 🙂

 

Leiksýningin Flóttinn frá Nótnaheimum fjallar um nótuna Fröken FA sem hefur sungið sama tóninn í árhundruðir í hinum ýmsu tónverkum. Einn daginn fær hún nóg og ákveður að stinga af úr Nótnaheimum svo hún geti sungið sinn eigin tón, alein.

Herra Taktur ákveður líka að stinga af þar sem honum finnst enginn vera í takt við sig lengur. Við það fara allir tónleikar á hliðina, taktur samfélagsins fer úr skorðum og mikið hættuástand skapast. Smám saman átta þau sig á alvarleika gjörða sinna og ákveða að koma öðrum nótum, sem einnig hafa stungið af, aftur til Nótnaheima. Til þess að svo megi verða þurfa þau aðstoð frá áhorfendum en vonandi er það ekki of seint að fá alla til að vinna fallega saman í hljómþýðum takti við umhverfi sitt.

Leiksýningin minnir okkur á mikilvægi þess að menn standi saman, hver í sínu hlutverki og hvernig sem menn hljóma.

Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu á grunni styrks frá Leiklistaráði og listamannalauna 2018.

Leikstjóri: Björgvin Franz Gíslason.

Leikgerð: Björgvin Franz Gíslason og Ólafur Reynir Guðmundsson.

Leikarar: Unnur Birna Björnsdóttir (Fröken Fa) og Orri Huginn Ágústsson (Hr. Taktur).

Leikmynd og gerð búninga: Aldís Davíðsdóttir.

Tónlistarstjóri: Kristinn Sturluson.

Lýsing: Kjartan Freyr Vilhjálmsson.

Hreyfimyndir: Andrea Björk Andrésdóttir.

Danshöfundur: Birna Björnsdóttir.

Keyrslumaður: Róbert Gíslason.

Leikgervi: Rakel María Hjaltadóttir.

Byggt á sögu Ólafs Reynis Guðmundssonar um Nótnaheima.