x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Fáni fyrir nýja þjóð

Sýning í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Sýningin er opin daglega kl. 12-18.

Sýningin speglar fortíð og framtíð með því að skoða gamlar og nýjar tillögur að íslenska fánanum.

Sýndir verða nokkrir fánar sem voru tillögur að nýjum þjóðfána fyrir Ísland frá byrjun síðustu aldar. Þar má meðal annars nefna tillögu Jóhannesar Kjarval og tillögur Kristjáns X Danakonungs, en sú tillaga hefur aldrei áður komið fyrir augu þjóðarinnar.

Á móti verða sýndar tillögur eftir tvo myndlistarmenn, þau Elínu Hansdóttir og Arnar Ómarsson og tvo grafíska hönnuði, þau Kristínu Þorkelsdóttur og Jakob Sturlu Einarsson, sem fengu það verkefni að hanna nýja fána fyrir framtíðarþjóðina.

Sýningarstjóri er Hörður Lárusson.

Sýningin er haldin í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands og unnin í samstarfi við Forsætisráðuneytið og Hönnunarmiðstöð Íslands. Hönnunarsjóður veitti styrk til sýningarinnar.