x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Explosions In The Sky

Þessum tónleikum er frestað.
Tilkynnt verður um nýja tónleikadaga síðar.

3 daga passa má kaupa hér

Rokkhljómsveitin Explosions in the Sky lýkur 20 ára afmælistónleikaferð sinni, sem legið hefur um víða veröld og tekið tvö ár, með tónleikum í Eldborg í Hörpu dagana 7., 8. og 9. ágúst. Á þrennum tónleikum líta þeir yfir farinn veg og flytja vel valdar gersemar fyrir tónleikagesti.

Hljómsveitin Explosions In The Sky sprettur upp úr sjóðheitu stórborgarlandslagi Austin, Texas. Liðsmenn sveitarinnar einhverjir þeir einlægustu í bransanum, einstök gæðablóð og einfaldlega góðir strákar. Tónlistin þeirra er ástríðufull og kraftmikil og lætur engan ósnortinn. Þeirra aðalsmerki eru fallegar laglínur, rómantískar og stundum harmrænar, sem spinnast upp í þéttan og hrífandi tónavef. Á sviði er hljómsveitin í essinu sínu, ein besta tónleikasveitin nú um stundir og hljóðheimur hennar allt eins magnaður og nafnið gefur til kynna.

Eins dags miðar (kr. 10.999 – 14.999) fara í sölu föstudaginn 28. febrúar klukkan 18:00.

Takk fyrir að hlusta.
Takk fyrir umhyggjuna.
Ást, Explosions.

Föstudagur 7. ágúst
Salur opnaður kl. 19:00
Upphitunarhljómsveit kl. 20:00
Explosions In The Sky kl. 21:30

Laugardagur 8. ágúst
Salur opnaður kl. 19:00
Upphitunarhljómsveit kl. 20:00
Explosions In The Sky kl. 21:30

Sunnudagur 9. ágúst
Salur opnaður kl. 19:00
Upphitunarhljómsveit kl. 20:00
Explosions In The Sky kl. 21:30

Allar dagsetningar

  • ágúst 2020
  • 07. ágú 2020 – kl. 19–23
  • 08. ágú 2020 – kl. 19–23
  • 09. ágú 2020 – kl. 19–23