x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Esprit de Choeur kvennakórinn

Endurómur: sönglög frá Nýja Íslandi

Þessi viðburður er liðinn

Með tónleikum sínum í Hörpu má segja að Esprit de Choeur kvennakórinn frá Winnipeg í Kanada beri með sér enduróminn frá Nýja íslandi heim til fósturjarðarinnar. Á tónleikunum frumflytur kórinn nýtt verk eftir tónskáld frá Manitoba, David R. Scott, við ljóð eftir Magnús Sigurðsson, en tónskáldið verður viðstatt tónleikana og segir frá tónsmíðinni. Á efnisskrá tónleikanna er einnig að finna ný kórverk eftir ung kanadísk tónskáld, kanadísk og íslensk þjóðlög, auk vinsælla laga eftir Ian Tyson, Dolly Parton og Leonard Cohen.