x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Endurnýjun og sala nýrra áskrifta – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur kynnt nýtt starfsár til leiks. Dagskráin er fjölbreytt og glæsileg, prýdd úrvalsliði innlendra og erlendra listamanna. Endurnýjun og sala nýrra áskrifta er hafin. 

Hér er hægt að kynna sér spennandi dagskrá næsta starfsárs sem býður upp á litríka og spennandi blöndu af sígildum hljómsveitarverkum, einleikskonsertum, léttri klassík og kvikmyndatónlist, auk barna- og fjölskyldutónleika.

Sala nýrra áskrifta hófst 6. júní í miðasölu Hörpu. Áskrifendur njóta forgangs að föstum sætum til 15. ágúst. Sem áskrifandi gengurðu alltaf að þínu fasta sæti vísu og átt forkaupsrétt að því þegar áskrift er endurnýjuð. Jafnframt fá áskrifendur 10% afslátt af viðbótarmiðum á alla tónleika. Í miðasölu Hörpu er boðið upp á léttgreiðslur.

Gul röð
Afbragðskostur fyrir þá sem vilja heyra fjölbreytilega og lifandi klassíska tónlist frá ýmsum tímum eftir meistara á boð við Beethoven og Mozart, Músorgskíj og Stravinskíj. Einleikarar eru í fremstu röð, m.a. hin heimsfræga Janine Jansen, Baiba Skride, Behzod Abduraimov og Stefán Ragnar Höskuldsson.

Smelltu hér til að endurnýja áskrift / Smelltu hér til að kaupa nýtt kort

Rauð röð
Fyrir þá sem vilja hlusta á stóra sinfóníuhljómsveit leika kröftuga og áhrifamikla tónlist, m.a. eftir Rakhmanínov, Berlioz og Strauss. Öll hin fjölbreyttu litbrigði hljómsveitarinnar njóta sín í þessum stórbrotnu snilldarverkum. Meðal flytjenda eru Paul Lewis, Karita Mattila og Víkingur Heiðar.

Smelltu hér til að endurnýja áskrift / Smelltu hér til að kaupa nýtt kort

Græn röð
Þeir sem hafa gaman af vinsælli klassík af léttara taginu ættu að kynna sér Grænu röðina. Hér hljóma m.a. Chopin og Brahms, frönsk meistaraverk og Vínartónlist sem er ómissandi upptaktur að nýju ári. Meðal einleikara eru Nobu, Andreas Ottensamer og Nicola Lolli.

Smelltu hér til að endurnýja áskrift / Smelltu hér til að kaupa nýtt kort

Litli tónsprotinn
Áskrift að skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem yngstu tónlistarunnendurnir fá tækifæri til að kynnast töfrum tónlistarinnar. Tónleikarnir eru sérsniðnir að yngsta fólkinu og eru um klukkustundarlangir án hlés.

Smelltu hér til að endurnýja áskrift / Smelltu hér til að kaupa nýtt kort

Föstudagsröðin
Klukkustundarlangir tónleikar í Norðurljósum þar sem teflt er saman hljómsveitarverki og einleiksverki. Tilvalinn endapunktur á góðri vinnuviku eða frábær upptaktur að skemmtilegu föstudagskvöldi. Hér er maður í sannkölluðu návígi við flytjendur.

Smelltu hér til að endurnýja áskrift / Smelltu hér til að kaupa nýtt kort

Regnbogakort
Með Regnbogakorti getur þú valið þá tónleika sem höfða mest til þín af öllum tónleikum starfsársins og tryggt þér gott sæti með 20% afslætti. Hægt er að kaupa Regnbogakort með minnst fernum tónleikum. Námsmenn, 25 ára og yngri, fá 50% afslátt í miðasölu Hörpu.

Smelltu hér til að kaupa regnbogakort

Hægt að lesa nánar um áskriftarsölu Sinfóníunnar hér.