x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Elja Ensemble

Sígildir sunnudagar

Þessi viðburður er liðinn

Athugið að tónleikar hefjast kl 12:00

Elja er nýstofnuð kammersveit, skipuð ungu, íslensku tónlistarfólki sem eru flest vel á veg komin með að skapa sér sess sem einleikarar og við hljómsveitarstjórn eða listræna stjórnun. Hljómsveitin kynnti sig til leiks í íslensku tónlistarlífi í desember 2017 við frábærar viðtökur.

Margir meðlima Elju stunduðu saman nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands áður en þeir héldu í frekari háskólanám, en markmið hljómsveitarinnar er að bjóða upp á kraftmikinn og lifandi tónlistarflutning með nánd við áhorfendur og mun hún takast á við allar þær stefnur og form sem hljóðfæraleikararnir leitast eftir að túlka.

Á Sígildum sunnudögum mun Elja bjóða upp á fjölbreyta dagskrá sem spannar klassíska tímabilið til dagsins í dag. Bjarni Frímann Bjarnason, einn stofnenda Elju, mun halda um tónsprotann.

Lesa má um meðlimi Elju og önnur verkefni sveitarinnar á heimasíðunni eljaensemble.com.

Efnisskrá:

Sarah Nemtsov: Exercise
Arvo Pärt: Mozart-Adagio
Gabriele Manca: Nuper rosarum flores
Bergrún Snæbjörnsdóttir: Protean Lair
Bára Gísladóttir: Devotcha watch her garbles
Carl Nielsen: Serenata in vano
Luigi Dallapiccola: Piccola Musica Notturna

Deila