x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Elektra Ensemble: Nýárstónleikar

Sígildir sunnudagar

Þessi viðburður er liðinn

 

Á Nýárstónleikum Elektra Ensemble verður nýju ári fagnað með þekktum og vinsælum lögum úr söngleikjum eftir þá landa George Gershwin og Leonard Bernstein auk eldheitra og ástríðufullra tangóa úr smiðju Carlos Gardel og Astor Piazzolla. Á tónleikunum koma fram ásamt Elektra Ensemble þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Gissur Páll Gissurarson tenór, sem hafa fyrir löngu getið sér gott orð fyrir frábæran söng og heillandi framkomu. En þau hafa einnig hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona og söngvari ársins.

  • Efnisskrá

    George Gershwin         Svíta af lögum úr Porgy og Bess
    Leonard Bernstein       Lög úr West Side Story
    Carlos Gardel               Por una cabeza
    Astor Piazzolla             Libertango & Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires

Tónleikaárið 2016-2017 fer af stað ný tónleikaröð í Hörpu, svokallaðir Sígildir sunnudagar.

Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. Með röðinni gefst áheyrendum kostur á fyrsta flokks kammertónleikum í Hörpu vikulega.

Lögð er áhersla á fjölbreytt úrval tónleika með sígildri söng- og hljóðfæratónlist. Meðal þátttakenda í röðinni eru tvö flaggskip íslenskrar tónlistar á klassíska sviðinu, Kammersveit Reykjavíkur og Kammermúsíkklúbburinn, en auk þeirra koma fram Strokkvartettinn Siggi, Kammerhópurinn Elektra, Ljóðasöngsröð Gerrit Schuil og Barokksveitin Brák, ásamt fleirum. Auk þess verður ferður sett á stokk ný tónleikaröð ungra tónlistarmanna í samstarfi við FÍT og FÍH, Velkomin heim. Með henni er ungt tónlistarfólk sem nýlokið hefur námi hvatt til dáða. Sígildir sunnudagar eru metnaðarfullt átak sem vert er að fylgjast með.