x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Elektra Ensemble: Afmælis- og útgáfutónleikar

Sígildir sunnudagar

Þessi viðburður er liðinn

Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Elektra Ensemble og útkomu fyrstu hljómplötu hópsins verða haldnir afmælis- og útgáfutónleikar sunnudaginn 19. maí kl 16 í Norðurljósum, Hörpu. Á tónleikunum verða flutt verk sem hafa verið skrifuð fyrir Elektra Ensemble undanfarin ár en það nýjasta, Elektrafied eftir Þórð Magnússon, verður frumflutt á tónleikunum. Önnur verk á efnisskránni eru Downbeat Aromaeftir Þuríði Jónsdóttur, Contrasti eftir Huga Guðmundsson og Elektra eftir Helga Rafn Ingvarsson. Flytjendur á tónleikunum eru Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Helga Björg Arnardóttir klarinettuleikari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari.

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði, Reykjavíkurborg og Styrktarsjóði samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns.