x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

EDDA ERLENDSDÓTTIR

SÍGILDIR SUNNUDAGAR

Edda Erlendsdóttir, píanóleikari, heldur einleikstónleika í Hörpu, en um þessar mundir kemur út nýr geisladiskur þar sem Edda leikur þrjár sónötur eftir Schubert frá árinu 1817. Fyrirhugað var að tónleikarnir færu fram 31. janúar 2021 en þann dag eru liðin 224 ár frá fæðingu  Schuberts. Sökum COVID-19 var tónleikunum frestað til miðvikudagsins 17. mars.

Á tónleikunum mun hún leika verk eftir C.P.E. Bach, Schubert, Messiaen, Dutilleux og Grieg.

Edda hélt sína fyrstu einleikstónleika í janúar 1981 á Kjarvalsstöðum þar sem hún flutti verk eftir Schubert, Schumann, Schönberg, Webern og Alban Berg.

Hún hefur á löngum og farsælum ferli haldið fjölda tónleika og gefið út geisladiska sem hlotið hafa viðurkenningu og lof, m.a. Íslensku Tónlistarverðlaunin.

Sígildir sunnudagar 2020 – 2021

Deila