x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Duo Ultima – Guido Bäumer & Aladár Rácz

Útgáfutónleikar plötunnar Dances and Delights

Duo Ultima skipa saxófónleikarinn Guido Bäumer og píanóleikarinn Aladár Rácz. Þeir koma fram í Kaldalóni laugardaginn 17.apríl kl. 16:00 í tilefni útgáfu plötunnar Dances and Delights sem út kemur hjá útgáfufyrirtækinu Odradek-Records.

DUO ULTIMA

Félagarnir í Duo Ultima hafa starfað saman í um 18 ár. Samstarf þeirra hófst þegar Guido var að æfa konsert til að leika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og keyrði frá Dalvík til Húsavíkur á æfingarnar með Aladár.  Þeir hafa síðan haldið ótal tónleika, bæði hér á landi og erlendis og m.a. fengið listamannalaun saman.

Duo Ultima hefur tekið upp þrjá geisladiska í samvinnu við upptökufyrirtækið Fermötu og eru diskarnir komnir út á vegum alþjóðlega útgáfufyrirtækisins Odradek Records. Fjórði diskur Duo Ultima, Dances and Delights, kom út nú í lok mars og var diskurinn tekinn upp í upptökustúdíói Odradek á Ítalíu. Á tónleikunum verða öll verkin á diskinum leikin. Efnisskráin samanstendur af verkum eftir frönsk tónskáld og nokkrum tangóum eftir argentínska tónskáldið Astor Piazzolla. Frönsku tónskáldin sem eiga verk á tónleikunum eru Eugène Bozza, Claude Delvincourt, Fernande Decruck, Jacques Ibert og  Claude Pascal.

Um flytjendur

Guido Bäumer er frá Norður-Þýskalandi og hefur verið búsettur í Hafnarfirði frá árinu 2005. Hann stundaði tónlistarnám í Bremen í Þýskalandi þar sem hann lauk kennaraprófi á bæði saxófón og þverflautu. Framhaldsnám stundaði Guido við Tónlistarháskólann í Basel í Sviss þar sem
hann lauk einleikaraprófi með hæstu einkunn og við Bowling Green State University í Ohio í Bandaríkjunum. Á Íslandi hefur Guido m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput-hópnum, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og haldið spunatónleika með tölvubreyttum hljóðum. Þá hefur Guido frumflutt verk eftir íslensk tónskáld. Guido er einnig félagi í Íslenska saxófónkvartettinum. Guido kennir við skólahljómsveit Víðistaðaskóla og við Tónlistarskóla Kópavogs, og hefur verið stundakennari við Listaháskóla Íslands.

Aladár Rácz er fæddur í Rúmeníu árið 1967. Hann stundaði nám í píanóleik við Georges Enescu tónlistarskólann í Búkarest  og síðar
framhaldsnám við Tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Hann hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn, leikið inn á geisladiska og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðlegum keppnum. Á árunum 1999-2013 starfaði Aladár  sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Húsavíkur og lék með ýmsum kórum og söngvurum á Norður- og Austurlandi.

Aladár hefur haldið nokkra einleikstónleika í Salnum í Kópavogi og komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hann er kennari við Tónlistarskólann Do Re Mi, Söngskóla Sigurðar Demetz og sinnir meðleik í Listaháskóla Íslands og í Tónlistarskóla Kópavogs.

Efnisskrá
Eugène Bozza

Scaramouche (1944)

Claude Delvincourt

Croquembouches (1929)
1. Plum Pudding
2. Puits d‘Amour
3. Nègre en Chemise
4. Linzer Tart
5. Grenadine
6. Rahat Loukhoum

Eugène Bozza

Pulcinella (1944)

Fernande Decruck

Pièces Françaises (1943)
1. Tambourin
2. Vieux Calvaire
3. Villageoise
4. Forlane
5. L‘Horloge
6. Rondel
7. Rigaudon
8. Toccata

Jacques Ibert

Aria (1930)

Claude Pascal

Sonatine (1947)

Astor Piazzolla

Études Tanguistiques (1987)
No. 4
No. 5
No. 6

Deila