x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Det Unge VokalEnsemble

Ungmennakór frá Danmörk

Þessi viðburður er liðinn

Det Unge VokalEnsemble frá Danmörk er skipað 24 kórsöngvurum á aldrinum 19 til 32 ára, sem margir hverjir stunda söngnám. Kórinn hefur á síðari árum skipað sér sess meðal helstu kammerkóra Danmerkur.

Heimsóknin í Hörpu er liður í tónleikaferð kórsins um Grænland og Ísland, þar sem norræn kórtónlist er í forgrunni. Þar má nefna þætti úr Sange mod Vårdybet, verki eftir danska tónskáldið Vagn Homboe, þar sem náttúru Færeyja er lýst og nálægðinni við hafið, uppsprettu lífs. Kórinn flytur tvo af Fjórum sálmum norska tónskáldsins Edvards Grieg, en í tónlistinni má greina áhrif bæði frá þjóðlagaarfinum og úr trúarlegri tónlist. Ennfremur flytur kórinn dönsk þjóðlög í nýjum búningi, sem flest fjalla um ástir, svik og sum hver um mannlegan kjánahátt. Til viðbótar mega tónleikagestir reikna með að heyra tónlist frá Svíþjóð, Íslandi og Grænlandi.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Augustinus Fonden, Dansk Korforbund, Den Ingwersenske Fond, Den Grønlandske Fond, Dansk Tennis Fond, William Demants Fond og Franz Hoffmans Mindelegat styrktu Det Unge VokalEnsemble til fararinnar.