x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

DesignTalks

Framúrskarandi arkitektar og hönnuðir víðsvegar að úr heiminum veita innblástur á DesignTalks. Viðburðurinn markar upphaf HönnunarMars, uppskeruhátíð hönnuða og arkitekta en hátíðin fagnar 10 ára afmæli 2018.

Við stöndum á tímamótum og horfum af því tilefni til framtíðar með augum skapandi brautryðjanda nútímans! Við fögnum framfaramætti hönnunar til áhrifa á flestum sviðum samfélagsins í fylgd með fyrirlesurum sem, með skapandi nálgun, kljást við viðfangsefni samtímans.

DesignTalks er einstakur viðburður sem áhugafólk um nýjustu strauma og stefnur í hönnun og arkitektúr lætur ekki framhjá sér fara. Fyrirlestradeginum er ætlað að veita áhrifafólki í viðskiptum, stjórnvöldum, almenningi og hönnuðum innblástur til samstarfs og framfara.

Listrænn stjórnandi DesignTalks 2018 er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður, ráðgjafi og framtíðarrýnir. Hlín leiðir einnig dagskrá dagsins í samvinnu við Paul Bennett hönnunarstjóra IDEO, eins framsæknasta hönnunarfyritækis heims. Fyrirlesarar dagsins verða kynntir í byrjun árs 2018.

DesignTalks hefur vaxið og dafnað í gegnum árin og hefur verið haldinn fyrir húsfylli í Silfurbergi síðustu ár. Hönnuðir, hugmyndafólk og arkitektar úr fremstu línu hafa tekið til máls á deginum og má þar nefna Bjarke Ingels hjá BIG, Winy Maas, Studio Swine, Calvin Klein, Eley Kishimoto, Jessica Walsh hjá Sagmeister & Walsh, Marti Guixé, Studio Swine, Anthony Dunne hjá Dunne & Raby, Marije Vogelzang, Paul Bennett hjá IDEO, Robert Wang hjá Google Cre­ative Lab auk fjölda annara frábærra fyrirlesara.

DesignTalks viðburðurinn er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Arion banka og Reykjavíkurborg.

Morgunkaffi frá Kaffitári er innifalið í miðaverði.