x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Cauda Collective

Sígildir sunnudagar

Þessi viðburður er liðinn

Cauda Collective er tónlistahópur sem hefur það að markmiði að blanda saman klassískri kammertónlist við nýja tónlist og flétta saman við önnur listform. Á þessum tónleikum skipa hópinn þær Hulda Jónsdóttir, fiðla, Sigrún Harðardóttir, fiðla, Þóra Margrét Sveinsdóttir, víóla, Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló, Björk Níelsdóttir, sópran og Jane Ade Sutarjo, píanó.

Um útlit og hönnun sér Eva Björg Harðardóttir. Tónleikarnir bera yfirskriftina Ástarjátning enda tengjast verkin öll á einn eða annan hátt ástinni.

György Ligeti
Sónata fyrir selló
Dialogo – Adagio, rubato, cantabile (1948-1953)

Halldór Smárason
Nýtt verk (2018)
Frumflutningur

Ernest Chausson
Chanson perpétuelle (1898) fyrir sópran og píanókvintett

Leoš Janáček
Strengjakvartett nr. 2 Intimate letters (1928)

Sellósónata Ligetis er eitt elstu verkum tónskáldsins en verkið samdi hann þegar hann var um það bil að ljúka námi og hafði þá þegar búið sér til gott orðspor sem fyrirmyndarnemandi. Sónötuna skrifaði hann fyrir kvenkyns samnemanda sinn í tónlistarakademíunni í Búdapest, Annuss Virány, sem Ligeti var ástfanginn af á laun. Virnáy sagðist aldrei hafa vitað af hverju Ligeti gaf henni verkið, hún þakkaði honum bara fyrir og spilaði verkið aldrei. Verkinu lýsir Ligeti sjálfur sem samtali milli manns og konu, hann leikur sér með misjafna áferð C og G strengjanna sem túlka raddir hans og hennar.

Verk Ernest Chausson, Chanson perpétuelle, var tileinkað söngkonunni Jeanne Raunay, sem frumflutti það í janúar 1899. Hálfu ári síðar lést Chausson af slysförum. Verkið var ekki gefið út fyrr en árið 1911. Texti verksins er eftir Charles Cros, en þar lýsir kona elskhuga sínum sem yfirgaf hana. Hún biður vindana að skila því til hans að hún sé að deyja. Hún minnist þess þegar hann kyssti hana á ennið og allt breyttist og hún varð að eilífu hans. En svo varð hjartað hans kalt og hann yfirgaf hana til að ferðast á fjarlægar slóðir. „Ég mun deyja í tjörninni, innan um blómin, undir sofandi vatninu“, segir hún. „Megi minn síðasti andardráttur berast með vindinum, fljúga eins og fiðrildi á varir elskhuga míns“.

Annar strengjakvartett Leoš Janáček var nefndur af tónskáldinu sjálfu „Intimate Letters“. Verkið var innblásið af langri og innilegri vináttu hans og Kamila Strösslová, giftri konu sem var 38 árum yngri en hann. Strengjakvartettinn endurspeglar eðli sambands þeirra, en þau skiptust á um 700 bréfum við hvort annað. „Þú stendur að baki hverrar nótu, þú, lifandi, kraftmikil, elskandi. Ilmur líkama þíns, ljómi kossa þinna – nei, eiginlega minna. Nóturnar mínar kyssa þig alla. Þær kalla á þig af ástríðu“. Verkið var frumflutt 11. september 1928, mánuði eftir að Janáček lést.

Cauda Collective er tónlistahópur sem hefur það að markmiði að blanda saman klassískri kammertónlist við nýja tónlist og flétta saman við önnur listform. Cauda Collective er í grunninn strengja-dúó, skipað Sigrúnu Harðardóttur og Þórdísi Gerði Jónsdóttur. Hópurinn tekur á sig ýmsar myndir, stækkar og teygir sig í ýmsar áttir, allt eftir verkefnavali hverju sinni.

Í starfi hópsins er leitað skapandi leiða til að miðla tónlist og brjóta upp hefðbundna tónleikaformið svo að útkoman verði áhugaverð fyrir áhorfendur og flytjendur en þó alltaf með það að leiðarljósi að þjóna tónlistinni. Hlutverki tónlistarflytjandans er ögrað, hann semur líka tónlist, útsetur, spinnur og vinnur þvert á miðla.  Á tónleikum Cauda Collective er alltaf frumflutt a.m.k. eitt nýtt tónverk.

Tónleikarnir eru styrktir af tónlistarsjóði SUT og Ruthar Hermanns og starfslaunasjóði listamanna.

Tónleikarnir fara fram innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar í Hörpu 2019 – 2020.

Dagskrá Sígildra sunnudaga veturinn 2019 – 2020
September 2019

08. 09. 2019 Ást og hatur 

15. 09. 2019 Alda tríó – Markverðar konur

29. 09. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Trio Nordica, Helga Þóra og Þórunn Ósk

Október 2019

06. 10. 2019 Camerarctica – Mozart aríur og Brahms

20. 10. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Einar, Þórunn Ósk og Anna Guðný

27. 10. 2019 Kammersveit Reykjavíkur – Þrír Frakkar og Schumann

Nóvember 2019

03. 11. 2019 Íslenskar dægurperlur með Ragnheiði Gröndal

10. 11. 2019 Velkomin heim – Sólveig Thoroddsen hörpuleikari

17. 11. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Camerarctica

24. 11. 2019 Sellósónötur – Geirþrúður Anna og Jane Ade

Desember 2019

08. 12. 2019 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur

Janúar 2020

19. 01. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Páll Palomares, Ólöf Sigursveinsdóttir, Bjarni Frímann

26. 01. 2020 Vinsælir sígildir ljóðasöngvar – Kristín R. Sigurðardóttir og Arnhildur Valgarðsdóttir

Febrúar 2020

02. 02. 2020 Barrokkbandið Brák

09. 02. 2020 Stirni Ensemble

16. 02. 2020 Tvíleikur – Hulda Jónsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir

16. 02. 2020 Velkomin heim – Anna Sóley Ásmundsdóttir og ensemble

23. 02. 2020 Svítur og valsar úr austri og vestri

Mars 2020

01.03.2020 Cauda Collective: Ástarjátning

08. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Strokkvartettinn Siggi

15. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Weinberg & Shostakovich

22. 03. 2020 Velkomin heim – Björk Níelsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir

29. 03. 2020 Kammersveit Reykjavíkur – Beethoven í 250 ár

Apríl 2020

13.04.2020 Tríóið Minua á Björtuloftum

19. 04. 2020 Bach og börnin – 100 börn slá hjartans hörpustrengi

Maí 2020

03. 05. 2020 Velkomin heim – Þóra Kristín og Desirée Mori

10. 05. 2020 Strengjakvartettar – Ravel, Britten og Beethoven

24. 05. 2020 Barrokkbandið Brák – Franskar aríur og hirðtónlist

Deila