x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Calder-strengjakvartettinn kammertónleikar

Þessi viðburður er liðinn

Calder-strengjakvartetinn er einn fremsti strengjakvartett Bandaríkjanna og hlaut hin virtu Avery Fisher-verðlaun árið 2014. Á efnisskránni í Norðurljósum verður tónlist eftir tvo höfunda sem búsettir eru í Los Angeles, hljómsveitarstjórann heimsfræga Esa-Pekka Salonen og bandaríska tónskáldið Andrew Norman sem vakið hefur mikla athygli undanfarin ár. Hann fékk viðurkenninguna „tónskáld ársins 2016“ hjá Musical America og hlaut einnig nýverið Grawemeyer-verðlaunin sem eru ein virtustu tónskáldaverðlaun heims. Einnig hljómar á tónleikunum nýlegt verk sem Daníel Bjarnason samdi fyrir Calder-kvartettinn og hefur hlotið afar góðar viðtökur.

Tónleikarnir eru liður í LA / Reykjavík hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands dagana 3. – 12. október og eru haldnir í samstarfi við Kammermúsíkklúbbinn.

 • Efnisskrá

  Franz Schubert Strengjakvartett í d-moll, Dauðinn og stúlkan
  Esa-Pekka Salonen Homunculus
  Daníel Bjarnason Stillshot
  Andrew Norman Stop Motion

  Calder-strengjakvartettinn
  Benjamin Jacobson fiðla
  Andrew Bulbrook fiðla
  Jonathan Moerschel víóla
  Eric Byers selló