x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Björk Orkestral – Live from Reykjavik

ÞRÍR FYRSTU TÓNLEIKARNIR HAFA VERIÐ FÆRÐIR VERRA NÝRRA TÍMABUNDINNA COVID-19 TAKMARKANA. NÝJA PLANIÐ ER EFTIRFARANDI:

  1.  Laugardagur 29. ágúst kl. 17: Björk með 15 manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands – ENGIN BREYTING
  2. Sunnudagur 13. september kl. 17: Björk með blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, flautuseptetinum Viibra, Katie Buckley – Harpa, Jónas Sen – ÁÐUR 23. ÁGÚST
  3. Laugardagur 19. september kl. 17: Björk með Hamrahlíðarkórnum, stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir, Bergur Þórisson – Orgel – ÁÐUR 9. ÁGÚST
  4. Mánudagur 28. september kl. 20: Björk með strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, stjórnandi Bjarni Frímann Bjarnason – ÁÐUR 15. ÁGÚST

 ALLIR MIÐAR ERU ÁFRAM GILDIR Á NÝJA DAGSETNINGU VIÐKOMANDI TÓNLEIKA.
EF NÝJA DAGSETNINGIN HENTAR EKKI GETA MIÐAHAFAR ÓSKAÐ EFTIR ENDURGREIÐSLU FYRIR 14. ÁGÚST Á MIDASALA@HARPA.IS.
ÞAR SEM ALLIR TÓNLEIKARNIR ERU UPPSELDIR ER ÞVÍ MIÐUR EKKI HÆGT AÐ VERÐA VIÐ NEINUM BEIÐNUM UM AÐ FÆRA SIG MILLI TÓNLEIKA. TAKK FYRIR ÞOLINMÆÐINA OG SKILNINGINN.

Iceland Airwaves kynnir: Björk Orkestral – Live from Reykjavík

Björk mun halda ferna eftirmiðdagstónleika í Eldborgarsal Hörpu í samstarfi við Iceland Airwaves. Tónleikarnir hafa allir sína sérstöðu og ólíka dagskrá.

Á þessum viðburðum munu koma fram með Björk um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn. Þetta er hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum út um allan heim. 

Björk mun flytja eigin tónsmíðar og útsetningar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórinn, flautuseptetinn Viibra og fleiri gestum. Stjórnandi verður Bjarni Frímann

Samhliða tónleikunum fer fram söfnun til styrktar Kvennaathvarfinu.

Miðaverðin eru sem hér segir:
Úrvalssæti:       11.990 kr.
A svæði:              9.990 kr.
B svæði:              8.990 kr.
C svæði:              6.990 kr.
D svæði:             4.990 kr

Sjá mynd af sal hér

Laugardagur 29. ágúst kl. 17:00 – UPPSELT
Björk
15 manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Lög m.a. af Homogenic og Vulnicura.

Sunnudagur 13. september kl. 17:00 – UPPSELT
Björk
Blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Flautuseptetinn Viibra
Katie Buckley – Harpa
Jónas Sen – Píanó
Lög m.a. af Vespertine, Volta og Útópíu

Laugardagur 19. september kl. 17:00 – UPPSELT
Björk
Hamrahlíðarkórinn
Stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir
Bergur Þórisson – Orgel
Lög m.a. af Medúllu, Bíófílíu og Útópíu

Mánudagur 28. september kl. 20:00 – UPPSELT
Björk
Strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Stjórnandi Bjarni Frímann Bjarnason
Lög m.a. af Post, Vespertine og Dancer in the Dark

Orðsending frá Björk:

kæru íslendingar

mig langar til að bjóða ykkur upp á tónleika

mig langar til að fagna þess að við erum komin út úr alla vega fyrsta stigi kórónu-faraldursins
og halda upp á hversu mörgum íslenskum tónlistarmönnum ég hef unnið með í gegnum tíðina

ég tók næstum allar plöturnar mínar með hljóðfæraleikurum héðan frá

homogenic með íslenskum strengjaoktett
medúllu með schola cantorum, íslenskum blönduðum kór
voltu með 10 brass-stelpum sem ég fann um allt land og þær síðan formuðu wonderbrass
bíófílíu með langholtskirkju kvennakór graduale nobili
vúlnikúru með 15 manna strengjasveit
útópíu með 12 flautuleikurum sem síðan stofnuðu flautuseptettinn viibra
kornukópíu með hamrahlíðarkór stjórnuðum af þorgerði ingólfsdóttur
svo spiluðum við öll á tónleikum þvers og kurs um kringum hnöttinn

samtals eru þetta yfir hundrað manns !!

mig langar til að halda helgar tónleika í hörpu í ágúst
þeir verða „unplugged“ eða án slagverks og eletróníku
með sinfóníuhljomsveit íslands og fleiri gestum

mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig
þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum
fyrirgefið að troða þessu inn
eða ekki … ?

tónleikarnir verða klukkan 5 og fólki boðið upp á veitingar eftir tónleikana til styrktar kvennaathvarfinu

mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi, án umgjarðar. þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum.
vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg. og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum. og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu, skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað

ég hlakka til að sjá ykkur

mikil ást

Birkið

UM TÓNLISTARMENNINA SEM KOMA FRAM MEÐ BJÖRK:

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í 70 ár. Hún heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum, en á einnig samstarf við listafólk úr öðrum greinum tónlistar. Hljómsveitin hefur hljóðritað fyrir alþjóðleg útgáfufyrirtæki, meðal annars Sono Luminus og Deutsche Grammophon, og hlotið tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir besta hljómsveitardisk. Þá hefur hún haldið í ótal tónleikaferðir innanlands sem erlendis og meðal annars leikið á Proms-tónlistarhátíðinni í Royal Albert Hall og í Carnegie Hall í New York. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur aðsetur í Hörpu. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar frá árinu 2020 er hin finnska Eva Ollikainen.

HAMRAHLÍÐARKÓRINN
Hamrahlíðarkórinn hefur verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í meira en fjóra áratugi. Meðlimir kórsins eru fyrrum nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð, þar sem Þorgerður Ingólfsdóttir stofnaði skólakór árið 1967 og stjórnaði honum til ársins 2017. Hamrahlíðarkórinn hefur gefið út fjölda hljómdiska sem hlotið hafa mikið lof og hefur einnig tekið þátt í flutningi fjölda stórra kórverka með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kórinn hefur allt frá upphafi átt farsælt samstarf við íslensk tónskáld og yfir 100 tónverk hafa verið samin sérstaklega fyrir kórinn. Hamrahlíðarkórinn hefur ferðast til 26 þjóðlanda og komið fram á mörgum helstu kórahátíðum heims, meðal annars hátíðum í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Hamrahlíðarkórinn hóf samstarf sitt við Björk árið 2017, þegar hann söng á plötu hennar, Utopia. Samstarfið hélt svo áfram með Cornucopia-tónleikum í New York og Evrópu árið 2019.

FLAUTUSEPTETINN VIIBRA

Flautuseptetinn Viibra var stofnaður árið 2016 við gerð plötu Bjarkar, Útópiu. viibra vann náið með Björk við gerð plötunnar og ferðaðist með henni um heiminn á tónleikaferðalagi í kjölfarið. Hópurinn hefur því spilað sig saman undanfarin fjögur ár í nokkrum heimsálfum og sinnir auk þess sjálfstæðum störfum sem flautusveit.

Áshildur Haraldsdóttir
Berglind María Tómasdóttir
Björg Brjánsdóttir
Dagný Marinósdóttir
Melkorka Ólafsdóttir
Sólveig Magnúsdóttir
Steinunn Vala Pálsdóttir
Þuríður Jónsdóttir

Umsjón: Iceland Airwaves

Allar dagsetningar

  • ágúst 2020
  • 29. ágú 2020 – kl. 17–18
  • september 2020
  • 13. sept 2020 – kl. 17–18
  • 19. sept 2020 – kl. 17–18
  • 28. sept 2020 – kl. 20–21
Deila