Ekkert fannst
Þessi viðburður er liðinn
Sópransöngkonan Björk Níelsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari bjóða upp á æsispennandi söngprógram í Björtuloftum. Efnisskrá tónleiknna verður að mestu tileinkuð ólánskonum, kjötbollum, vitleysingum og jafnvel einum sjóræningja sem öll eiga það sameiginlegt að eiga erfitt með að ná fótfestu í tilfinningalífinu.
Björk og Matthildur munu blanda saman aríum eftir Mozart, kabarettlögum eftir Kurt Weill og jafnvel munu slæðast með nokkur tangólög eftir Astor Piazzolla. Tónleikarnir eru skipulagðir í samstarfi við FÍH undir merki seríunnar Velkomin heim.
ATHUGIÐ – TÓNLEIKUNUM ER FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA
Björk Níelsdóttir stundaði nám í klassískum söng við Tónlistarskólann í Hafnarfirði hjá Þórunni Guðmundsdóttur og við Tónlistarháskólann í Amsterdam. Árið 2015 útskrifaðist Björk með hæstu einkunn úr mastersnámi þaðan og fékk hún auk þess sérstaka viðurkenningu fyrir listsköpun. Björk hlaut nýverið útnefningu Íslensku tónlistarverðlaunanna sem Bjartasta vonin 2018 í klassískri og samtímatónlist, hún hlaut einnig tilnefningu til Grímuverðlaunanna sem söngvari ársins 2019.
Björk hefur komið fram í frumflutningi á fjöldamörgum óperum, leikuppfærslum og tónverkum, t.d. Wozzeck eftir Romain Bischoff og Beeldenstorm eftir Jan-Paul Wagemans. Einnig hefur hún túrað með Björk og Florence and the Machine sem söng- og trompettleikari. Í júní 2019 söng Björk eitt aðalhlutverkið í frumflutningi á óperunni Aarappelvreters eftir David Dramm og Romain Bischoff og var óperan sýnd á Oerol, einni stærstu leiklistarhátíð í Hollandi, sem og Karavaan Festival. Framundan hjá Björk er þátttaka í uppfærslu á nýrri óperu með Holland Opera og Het Houten Huis sem mun bera nafnið Ruimtevluchte.
Björk Níelsdóttir er fastur meðlimur í Kaja Draksler Oktett, Dúplum dúó, Gadus Morhua, Cauda Collectief og Stirni Ensemble.
Matthildur lauk bakkalárnámi í einleik frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Næst lá leiðin til London þar sem hún lauk mastersnámi í meðleik við Royal Academy of Music. Árið 2014 útskrifaðist hún frá Alexander Gibson Opera School í Royal Conservatoire of Scotland með mastersgráðu í óperuþjálfun. Þar hlaut hún James H. Geddes Repetiteur verðlaunin.
Þá hefur hún einnig komið að óperuuppsetningum m.a. hjá Íslensku Óperunni, Óperudögum í Kópavogi, British Youth Opera, Clonter Opera, Edinburgh Grand Opera, Lyric Opera Studio í Weimar, Scottish Opera, Royal Academy Opera og Co-Opera Co í London.
Matthildur gegnir nú stöðu aðjúnkts við Listaháskóla Íslands auk þess sem hún er meðleikari við Menntaskóla í Tónlist.
Velkomin heim er sería þar sem ungt tónlistarfólk er boðið velkomið til tónleikahalds í Hörpu. Söngvarar, hljóðfæraleikarar og tónskáld sem lokið hafa námi erlendis fá hér tækifæri til að kynna sig og leyfa áhorfendum að njóta með sér. Hvort sem tónlistarmennirnir velja starfsvettvang sinn hér heima eða erlendis gefst hér tækifæri til þess að kynnast ungu hæfileikafólki sem er í þann veginn að leggja undir sig heiminn og syngja og leika sig inn í hjörtu landsmanna. Tónleikarnir eru á sunnudögum kl. 16.00 í Hörpuhorni eða kl. 20.00 í Björtuloftum þar sem ólíkir tónlistarstraumar og -stefnur fá að njóta sín.
08. 09. 2019 Ást og hatur
15. 09. 2019 Alda tríó – Markverðar konur
29. 09. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Trio Nordica, Helga Þóra og Þórunn Ósk
06. 10. 2019 Camerarctica – Mozart aríur og Brahms
20. 10. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Einar, Þórunn Ósk og Anna Guðný
27. 10. 2019 Kammersveit Reykjavíkur – Þrír Frakkar og Schumann
03. 11. 2019 Íslenskar dægurperlur með Ragnheiði Gröndal
10. 11. 2019 Velkomin heim – Sólveig Thoroddsen hörpuleikari
17. 11. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Camerarctica
24. 11. 2019 Sellósónötur – Geirþrúður Anna og Jane Ade
08. 12. 2019 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur
19. 01. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Páll Palomares, Ólöf Sigursveinsdóttir, Bjarni Frímann
26. 01. 2020 Vinsælir sígildir ljóðasöngvar – Kristín R. Sigurðardóttir og Arnhildur Valgarðsdóttir
02. 02. 2020 Barrokkbandið Brák
09. 02. 2020 Stirni Ensemble
16. 02. 2020 Tvíleikur – Hulda Jónsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir
16. 02. 2020 Velkomin heim – Anna Sóley Ásmundsdóttir og ensemble
23. 02. 2020 Svítur og valsar úr austri og vestri
01.03.2020 Cauda Collective: Ástarjátning
08. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Strokkvartettinn Siggi
15. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Weinberg & Shostakovich – AFLÝST
22. 03. 2020 Velkomin heim – Björk Níelsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir
29. 03. 2020 Kammersveit Reykjavíkur – Beethoven í 250 ár
13.04.2020 Tríóið Minua á Björtuloftum
19. 04. 2020 Bach og börnin – 100 börn slá hjartans hörpustrengi
03. 05. 2020 Velkomin heim – Þóra Kristín og Desirée Mori
10. 05. 2020 Strengjakvartettar – Ravel, Britten og Beethoven
24. 05. 2020 Barrokkbandið Brák – Franskar aríur og hirðtónlist