Ekkert fannst
Þessi viðburður er liðinn
Frumkvöðlar úr fortíð og nútíð
Barokkbandið Brák snýr aftur á Sígilda sunnudaga með tvennum spennandi tónleikum á vorönn 2020. Á þessum fyrri tónleikum fær að hljóma nýtt verk eftir Hlyn A. Vilmars sem pantað var sérstaklega af Barokkbandinu Brák. Að auki verða leikin strengjasinfónía eftir Carl Philipp Emanuel Bach, Tvöfaldur konsert fyrir fiðlu og sembal eftir Joseph Haydn og kammerverk eftir Johann Friederich Fasch. Elfa Rún Kristinsdóttir mun leika einleik í konserti Haydns ásamt sérstökum gesti Brákar, ítalska semballeikaranum Francesco Corti.
Allt áhugafólk um vandaðan upprunaflutning og nýja tónlist ættu ekki að láta þessa tónleika framhjá sér fara.
Barokkbandið Brák er skipað hópi fólks sem hefur sérhæft sig að hluta í upprunaflutningi í námi erlendis og vill nýta þessa þekkingu sína til tónleikahalds og verkefna á Íslandi. Sveitin hefur upp á síðkastið fengið til liðs við sig jafnt íslenska og erlenda hljóðfæraleikara, söngvara og dansara til að glæða nýju lífi í tónlist barokk og endurreisnartímans. Hefur Brák hlotið mikið lof hvarvetna á síðustu misserum. Þá hafa þónokkrir tónleikar bandsins verið hljóðritaðir og útvarpaðir af Ríkisútvarpinu og hafa gagnrýnendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins lofað Brák fyrir líflegt og vandað tónleikahald og gefið tónleikum hópsins fjórar og fjórar og hálfa stjörnu í dómum sínum. Barokkbandið Brák hefur í tvígang verið tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem Tónlistarflytjandi ársins 2017 og 2018 en bandið fékk einnig tilnefningu fyrir Tónlistarviðburð ársins 2018.
Tónleikarnir fara fram innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar í Hörpu 2019 – 2020
08. 09. 2019 Ást og hatur
15. 09. 2019 Alda tríó – Markverðar konur
29. 09. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Trio Nordica, Helga Þóra og Þórunn Ósk
06. 10. 2019 Camerarctica – Mozart aríur og Brahms
20. 10. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Einar, Þórunn Ósk og Anna Guðný
27. 10. 2019 Kammersveit Reykjavíkur – Þrír Frakkar og Schumann
03. 11. 2019 Íslenskar dægurperlur með Ragnheiði Gröndal
10. 11. 2019 Velkomin heim – Sólveig Thoroddsen hörpuleikari
17. 11. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Camerarctica
24. 11. 2019 Sellósónötur – Geirþrúður Anna og Jane Ade
08. 12. 2019 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur
19. 01. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Páll Palomares, Ólöf Sigursveinsdóttir, Bjarni Frímann
26. 01. 2020 Vinsælir sígildir ljóðasöngvar – Kristín R. Sigurðardóttir og Arnhildur Valgarðsdóttir
02. 02. 2020 Barrokkbandið Brák
09. 02. 2020 Stirni Ensemble
16. 02. 2020 Tvíleikur – Hulda Jónsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir
16. 02. 2020 Velkomin heim – Anna Sóley Ásmundsdóttir og ensemble
23. 02. 2020 Svítur og valsar úr austri og vestri
01.03.2020 Cauda Collective: Ástarjátning
08. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Strokkvartettinn Siggi
15. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Weinberg & Shostakovich
22. 03. 2020 Velkomin heim – Björk Níelsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir
29. 03. 2020 Kammersveit Reykjavíkur – Beethoven í 250 ár
13.04.2020 Tríóið Minua á Björtuloftum
19. 04. 2020 Bach og börnin – 100 börn slá hjartans hörpustrengi
03. 05. 2020 Velkomin heim – Þóra Kristín og Desirée Mori
10. 05. 2020 Strengjakvartettar – Ravel, Britten og Beethoven
24. 05. 2020 Barrokkbandið Brák – Franskar aríur og hirðtónlist