x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Barokkbandið Brák – Concerti Armonici

Sígildir sunnudagar

Þessi viðburður er liðinn

Barokkbandið Brák hefur getið sér gott orðspor fyrir vandaðan upprunaflutning og tónleikahald í Hörpu og Skálholtskirkju undanfarin tvö ár en hópurinn er með ýmis metnaðarfull verkefni á takteinum næstu misserin. Brákin stendur fyrir tvennum tónleikum á Sígildum Sunnudögum 2017-2018.

Stofnendur Barokkbandsins Brákar hafa um nokkurt skeið haft þann draum að flytja alla sex Concerti Armonici eftir Unico Willem van Wassenaer á sömu tónleikunum. Wassenaer var Niðurlenskur aristókrati, diplómati og tónskáld sem var uppi árin 1692-1766. Var Wassenaer í raun lítils metinn sem tónskáld fram til ársins 1980 en þá uppgötvaðist handrit af hinum sex Concerti Armonici í bókasafni Twickel Castle sem var fæðingarstaður Wassenaers og kom í ljós óyggjandi sönnun fyrir því að verkin væru frá hans hendi komin. Hafði áður verið talið að konsertarnir sem þykja feykivel smíðaðir fyrir ekki frægari tónsmið, væru eftir þekktari samtímamann hans Giovanni Battista Pergolesi. Allegro kaflinn úr Concerto Armonico no. 2 b-moll var t.a.m. efniviður Igors Stravinsky í verki sínu Pulcinella, en Stravinsky stóð í þeirri trú að hann væri að sækja í tónmál meistarans Pergolesi.

Barokkbandið Brák mun undir stjórn Elfu Rúnar Kristinsdóttur flytja alla Concerti Armonici á einum tónleikum, en þeir hafa ekki verið fluttir í heild sinni áður á Íslandi.