Ekkert fannst
Barokkbandið Brák kemur fram á tónleikum í Norðurljósum Hörpu. Efnisskrá verður kynnt síðar.
BAROKKBANDIÐ BRÁK er hópur hljóðfæraleikara sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á barokktónlist, hefur sérhæft sig að hluta í þeirri tónlist erlendis og vill koma upprunaflutningi á framfæri á Íslandi. Hópurinn kemur fram í mismunandi hljóðfærasamsetningum, allt eftir efnisvali fyrir hverja tónleika og uppákomur fyrir sig. Þannig heldur hópurinn stundum smærri kammertónleika eða stærri hljómsveitartónleika, en áhersla er einnig lögð á að blanda saman einleiksverkum, kammerverkum og hljómsveitarverkum á einum og sömu tónleikunum.
Barokkbandið Brák hefur í tvígang verið tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem Tónlistarflytjandi ársins 2017 og 2018 en bandið fékk einnig tilnefningu fyrir Tónlistarviðburð Ársins 2018.
Barokkbandið Brák