Ekkert fannst
Franskar aríur og hirðtónlist Barokkbandið Brák ásamt söngvaranum Andra Birni Róbertssyni töfra fram franska veisludagskrá. Á þessum tónleikum hljóma sérvaldar bravúr-aríur í bland við tignarlega danstónlist franska barokktímans. Dagskráin leikur á allan tilfinningaskalann allt frá dansandi gleði til rífandi harmleiks sem gætu jafnvel lokkað fram eitt til tvö tár. Hljómsveitin leikur með sinni alkunnu snerpu og eldmóði og ætti því ekki að láta neinn eftir ósnortinn.
Barokkbandið Brák er skipað hópi fólks sem hefur sérhæft sig að hluta í upprunaflutningi í námi erlendis og vill nýta þessa þekkingu sína til tónleikahalds og verkefna á Íslandi. Sveitin hefur upp á síðkastið fengið til liðs við sig jafnt íslenska og erlenda hljóðfæraleikara, söngvara og dansara til að glæða nýju lífi í tónlist barokk og endurreisnartímans. Hefur Brák hlotið mikið lof hvarvetna á síðustu misserum. Þá hafa þónokkrir tónleikar bandsins verið hljóðritaðir og útvarpaðir af Ríkisútvarpinu og hafa gagnrýnendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins lofað Brák fyrir líflegt og vandað tónleikahald og gefið tónleikum hópsins fjórar og fjórar og hálfa stjörnu í dómum sínum. Barokkbandið Brák hefur í tvígang verið tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem Tónlistarflytjandi Ársins 2017 og 2018 en bandið fékk einnig tilnefningu fyrir Tónlistarviðburð Ársins 2018.
Andri Björn bassa-barítón hefur vakið athygli með ómþýðri bassa/baritón rödd sinni og er söngferill hans á hraðri uppleið þrátt fyrir ungan aldur. Andri þreytti nýverið frumraun sína á sviði Royal Opera House, Covent Garden í London í heimsfrumsýningu nýrrar óperu eftir Sir George Benjamin, Lessons in Love and Violence og síðar í Amsterdam, Hamborg og Lyon. Hann hefur farið með fjölda hlutverka í óperuhúsum á borð við English National Opera og Óperuhúsið í Zürich svo eitthvað sé nefnt. Andri hefur einnig unnið fjölda verðlauna fyrir söng sinn og þess má til gamans geta að hann mun fara með hlutverk Fígarós í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Brúðkaupi Fígarós nú haustið 2019.
Tónleikarnir fara fram innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar í Hörpu 2019 – 2020.
08. 09. 2019 Ást og hatur
15. 09. 2019 Alda tríó – Markverðar konur
29. 09. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Trio Nordica, Helga Þóra og Þórunn Ósk
06. 10. 2019 Camerarctica – Mozart aríur og Brahms
20. 10. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Einar, Þórunn Ósk og Anna Guðný
27. 10. 2019 Kammersveit Reykjavíkur – Þrír Frakkar og Schumann
03. 11. 2019 Íslenskar dægurperlur með Ragnheiði Gröndal
10. 11. 2019 Velkomin heim – Sólveig Thoroddsen hörpuleikari
17. 11. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Camerarctica
24. 11. 2019 Sellósónötur – Geirþrúður Anna og Jane Ade
08. 12. 2019 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur
19. 01. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Páll Palomares, Ólöf Sigursveinsdóttir, Bjarni Frímann
26. 01. 2020 Vinsælir sígildir ljóðasöngvar – Kristín R. Sigurðardóttir og Arnhildur Valgarðsdóttir
02. 02. 2020 Barrokkbandið Brák
09. 02. 2020 Stirni Ensemble
16. 02. 2020 Tvíleikur – Hulda Jónsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir
16. 02. 2020 Velkomin heim – Anna Sóley Ásmundsdóttir og ensemble
23. 02. 2020 Svítur og valsar úr austri og vestri
01.03.2020 Cauda Collective: Ástarjátning
08. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Strokkvartettinn Siggi
15. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Weinberg & Shostakovich
22. 03. 2020 Velkomin heim – Björk Níelsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir
29. 03. 2020 Kammersveit Reykjavíkur – Beethoven í 250 ár
13.04.2020 Tríóið Minua á Björtuloftum
19. 04. 2020 Bach og börnin – 130 börn slá hjartans hörpustrengi
03. 05. 2020 Velkomin heim – Þóra Kristín og Desirée Mori
10. 05. 2020 Strengjakvartettar – Ravel, Britten og Beethoven
24. 05. 2020 Barrokkbandið Brák – Franskar aríur og hirðtónlist