Ekkert fannst
Í Barnastund Sinfóníuhljómsveitar Íslands er megináhersla lögð á notalegheit og nánd við hljómsveitina þar sem létt og leikandi tónlist er flutt fyrir allra yngstu hlustendurna. Barnastundirnar hafa notið mikilla vinsælda og eru sannkallaðar gæðastundir og góður upptaktur að ljúfum degi. Dagskráin er u.þ.b. hálftímalöng og fer fram í Flóa, 1. hæð Hörpu. Hljómsveitarstjóri er Asbjørn Ibsen Bruun hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Takmarkað sætaframboð á tónleikana Ókeypis er á tónleikana en í samræmi við sóttvarnalög þarf að sækja miða á tónleikana hér á vefnum eða í miðasölu Hörpu. Athugið að takmarka þarf fjölda gesta til að gæta að fjöldatakmörkunum og hvetjum við því áhugasama að drífa sig að sækja miða. Við biðjum gesti að gæta vel að sóttvörnum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er í Hörpu. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.
Hægt er að sækja miða á Barnastundina hér á vef hljómsveitarinnar og í miðasölu Hörpu frá kl. 12:00 mánudaginn 1. mars.
Fuglasöngur og brakandi vorblær einkenna þessa fallegu og litríku stund
HLJÓMSVEITARSTJÓRI Asbjørn Ibsen Bruun
KYNNIR Hafsteinn Vilhelmsson