x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Barna og unglingasveitin Regnbuen

Strengjasveit frá Noregi

Þessi viðburður er liðinn

Barna og unglingahljómsveitin Regnbuen frá Noregi var stofnuð árið 2000 og samanstendur af börnum á aldrinum 8-18 ára. Hljómsveitin heitir Regnbuen sem þýðir regnboginn, vegna þess að það rignir mikið í Björgvin, en einnig vegna þess að meðlimirnir eru alls kyns litrík börn, sem koma frá Björgvin og svæðunum í kring.

Í ferðinni til Íslands eru 40 tónlistarmenn þar á meðal hljómsveitarstjórarnir tveir; Kari Knudsen og Stefan Bivand. Báðir hljómsveitarstjórarnir eru starfandi við Bergen Kulturskole og starfa auk þess sem strengjakennarar.

Það verða fernir frábærir tónleikar á Íslandi:
Þriðjudaginn 8. október kl. 16:00 í vitanum á Akranesi og kl. 18:00 í Tónbergi, Tónlistarskólanum á Akranesi,  ásamt nemendum úr tónlistarskólanum.
Miðvikudaginn 9. október kl. 14:00 í Hörpu, Hörpuhorni.
Fimmtudaginn 10. október kl. 18:00 í Háteigskirkju ásamt Allegro tónlistarskólanum.

Tónlistin sem er spiluð er fjölbreytt og inniheldur verk eins og Ræðu Víkinga, Capriol Suite eftir Peter Warlock, tónlist eftir Suður-Kóreaska tónskáldið Soon Hee Newbold og verk eftir norska tónskáldið Edward Grieg.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!