x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Ást og hatur – söngtónleikar

Sígildir sunnudagar

Á þessum tónleikum verða fluttar aríur og duettar eftir Gaetano Donizetti og Giuseppe Verdi. Hér eigast við sopran og bariton í hlutverkum bróðurs og systur, föðurs og unnustu og föðurs og dóttur. Þessir duettar eru oftar en ekki vendipunktur í óperunni þar sem örlögin ráðast og ekki verður aftur snúið. Ariur sem fluttar verða eftir sömu höfunda eru einning um ólgandi ástir og harmþrungna þrá eftir hinum elskaða eða elskuðu.

Antonía Hevesi píanóleikari er fædd í Ungverjalandi og útskrifaðist úr F.Liszt- tónlistarakademíunni í Búdapest með MA-gráðu í kórstjórn og sem framhaldsskólakennari í söng og hljómfræði. Einnig stundaði hún orgelnám við Hochschule für Musik u.darstellende Kunst in Graz í Austurríki hjá Otto Bruckner. Hún hefur haldið fjölda tónleika sem orgelleikari og píanómeðleikari víðsvegar í Evrópu og Kanada. Hún hefur tekið þátt í meistaranámskeiðum í píanóundirleik og söng, og spilað inn á geisladiska. Frá því í ágúst 2002 hefur Antonía verið listrænn stjórnandi og píanóleikari hádegistónleikaraðar Hafnarborgar og hefur hún ennfremur komið fram á flestum hádegistónleikum Íslensku Óperunnar frá árinu 2009. Hún var ein af stofnendum Óp-hópsins. Á undanförnum árum hefur hún tekið þátt í uppfærslum á 30 óperum, með Norðurópi, Litla Óperukompaníinu, ÓP- hópnum og hjá Íslensku Óperunni. Hún er virk píanó-og orgelmeðleikari  í íslensku tónlistarlífi og kemur reglulega fram í tónleikum með einsöngvurum, kammerhópum og kórum.

Guðbjörg R. Tryggvadóttir sópran, lauk burtfararprófi auk söngkennaraprófs frá Söngskólanum í Reykjavík. Aðal kennarar hennar voru Magnús Jónsson og Þuríður Pálsdóttir. Framhaldsnám stundaði Guðbjörg í Kaupmannahöfn hjá Prófessor André Orlowitz. Síðustu ár hefur Guðbjörg æft undir leiðsögn Kristjáns Jóhanssonar og Antoniu Hevesi. Guðbjörg starfaði með Kór Íslensku Óperunnar frá 1994 til 2002 og tók þátt í flestum uppfærslum Íslensku Óperunnar á því tímabili. Guðbjörg hefur víða komið fram sem einsöngvari, bæði hérlendis og erlendis. Auk nokkurra einsöngstónleika síðustu ár kom Guðbjörg fram á hádegistónleikum Kristjáns Jóhanssonar í Hafnarborg og á sýningu Ragnars Kjartanssonar í Listasafni Reykjavíkur.

Guðmundur Karl Eiríksson er Sunnlendingur í húð og hár en hann á ættir sínar að rekja til Birtingaholts, Vorsabæjar og Vestmannaeyja. Hann er sonur Eiríks Ágústssonar og Olgu Guðmundsdóttur, garðyrkjubænda í Silfurtúni, Flúðum og langafabarn organistans og tónskáldsins Sigurðar Ágústssonar. Guðmundur lauk framhaldsprófi í söng frá Söngskóla Reykjavíkur þar sem hann lærði hjá Garðari Thor Cortes. Einnig stundaði hann nám í Söngskóla Sigurðar Demetz undir leiðsögn Kristjáns Jóhannssonar. Hann lauk masters-diplómanámi á Ítalíu undir leiðsögn baritónsins Renato Bruson frá Accademia Renato Bruson. Guðmundur hefur komið fram á tónleikum hérlendis sem og á Ítalíu. Hann hefur einnig tekið þátt í óperuuppfærslum en hann fór með hlutverk Schaunard úr La boheme á Rimini, Ítalíu undir stjórn Joseph Rescigno. Einnig fór hann með aðalhlutverkið, hlutverk Þórs, í Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson.