x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Ashkenazy og Nobu – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Í nóvember 2018 heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleikaferð til Japans undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Í farteskinu verða tvær ólíkar efnisskrár og hér hljómar sú fyrri sem eins konar upphitun fyrir það sem í vændum er. Með í för verður japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii. Hann er stórstjarna í heimalandi sínu og það ekki að ósekju. Þessi 28 ára gamli snillingur hefur verið blindur frá fæðingu en lætur það ekki aftra sér og lærir jafnvel erfiðustu verk píanóbókmenntanna eftir heyrn. Nobu hreppti gullverðlaun í Van Cliburn-píanókeppninni árið 2009 og hefur komið fram í öllum helstu tónleikahöllum heims; mynddiskur með tónleikum hans í Carnegie Hall árið 2012 var valinn diskur mánaðarins hjá hinu virta tímariti Gramophone.

Á efnisskrá tónleikanna eru framúrskarandi verk eftir tvo meistara rómantíkur og síðrómantíkur. Píanókonsert Chopins er ljóðrænn og glæsilegur í senn. Sinfónía Rakhmanínovs er hans dáðasta hljómsveitarverk og hefur verið fastagestur á efnisskrám hljómsveita um allan heim frá því það hljómaði fyrst árið 1908.

 • Efnisskrá

  Fréderic Chopin Píanókonsert nr. 2
  Sergej Rakhmanínov Sinfónía nr. 2

  HLJÓMSVEITARSTJÓRI
  Vladimir Ashkenazy

  EINLEIKARI
  Nobuyuki Tsujii

  Tónleikakynning í Hörpuhorni » 18:00