x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

APPARITION: ÁLFHEIÐUR ERLA & KUNAL LAHIRY

SÍGILDIR SUNNUDAGAR

APPARITION
Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og píanóleikarinn Kunal Lahiry ásamt hópi listafólks kanna skapandi leiðir í tónlistarmiðlun og brjóta upp hið hefðbundna tónleikaform.

Á viðburðinum sem ber heitið Apparition hljóma meðal annars lög eftir finnska tónskáldið Jean Sibelius og ljóðaflokkurinn Apparition eftir bandaríska tónskáldið George Crumb. Að auki hljómar frumflutningur á verki eftir tónskáldið Þuríði Jónsdóttur. Í samspili við tónlistina verður myndbandsverkum eftir Álfheiði Erlu varpað á innsetningu Mörtu Heiðarsdóttur og Helgu Láru Halldórsdóttur sem gerð var fyrir þetta tilefni. Að auki mun dansarinn og danshöfundurinn Marta Hlín Þorsteinsdóttir koma fram.

Álfheiður Erla og Kunal hafa starfað saman síðastliðin ár en þau kynntust í Hanns Eisler tónlistarháskólanum í Berlín þar sem þau stunduðu nám hjá píanóleikaranum Wolfram Rieger. Álfheiður Erla og Kunal hafa meðal annars komið fram á tónleikum í Carnegie Hall í New York. Þau voru valin til þess að taka þátt í SongStudio 2019 sem er meistaranámskeið á vegum sópransöngkonunnar Renée Fleming.

Þau sameina gjarnan ýmis listform á viðburðum sínum og starfa reglulega með núlifandi tónskáldum, meðal annars Nico Muhly og Viktori Orra Árnasyni.

Viðburðurinn er styrktur af: Styrktarsjóði Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, Ýli tónlistarsjóði Hörpu og Tónlistarsjóði Rannís.

Tónleikarnir voru upphaflega á dagskrá sunnudaginn 29. nóvember 2020, sem hluti af Sígildum sunnudögum 2020 – 2021, en voru færðir vegna COVID-19.

Deila