x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Anna Sóley Ásmundsdóttir og ensemble – Vegvísir

Velkomin heim

Sunnudaginn 16. febrúar kemur Anna Sóley Ásmundsdóttir söngkona fram á tónleikum í Björtuloftum kl. 20.00. Með henni leika Mikael Máni Ásmundsson á gítar, Birgir Steinn Theodorsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur.

Efnisskráin verður fjölreytt enda hefur Anna Sóley komið víða við í tónlist, standardar, módern jazz, tilraunkenndir spunakaflar, ljúf sálarrík popplög í persónulegum útsetningum sem og frumsamið efni.

Anna Sóley Ásmundsdóttir lærði á fiðlu til 18 ára aldurs og lauk 6. stigi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þá skipti hún yfir í söng og lauk 4. stigi undir handleiðslu Þórunnar Guðmundsdóttur og Hlínar Pétursdóttur Behrens. Jazzinn heillaði og sótti hún einkatíma hjá Kristjönu Stefánsdóttur meðfram klassíska söngnáminu og skipti svo yfir í Tónlistarskóla FÍH. Þar lærði hún jazzsöng hjá Ragnheiði Gröndal og Guðlaugu Ólafsdóttur og lauk burtfararprófi 2016 þar sem hún flutti tónleika byggða á eigin lagasmíðum. Eins og stendur stundar Anna Sóley jazz og pop söngnám við ArtEZ Conservatory í Arnhem, Hollandi, jafnframt því að sinna lagasmíðum og aðalkennari hennar er Izaline Calister.

Tónleikarnir eru skipulagðir af FÍT, félagi íslenskra tónlistarmanna, klassískri deild FÍH, í samstarfi við FÍH.

Tónleikarnir fara fram innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar í Hörpu 2019 – 2020.

Dagskrá Sígildra sunnudaga veturinn 2019 – 2020

 

September 2019

08. 09. 2019 Ást og hatur 

15. 09. 2019 Alda tríó – Markverðar konur

29. 09. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Trio Nordica, Helga Þóra og Þórunn Ósk

Október 2019

06. 10. 2019 Camerarctica – Mozart aríur og Brahms

20. 10. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Einar, Þórunn Ósk og Anna Guðný

27. 10. 2019 Kammersveit Reykjavíkur – Þrír Frakkar og Schumann

Nóvember 2019

03. 11. 2019 Íslenskar dægurperlur með Ragnheiði Gröndal

10. 11. 2019 Velkomin heim – Sólveig Thoroddsen hörpuleikari

17. 11. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Camerarctica

24. 11. 2019 Sellósónötur – Geirþrúður Anna og Jane Ade

Desember 2019

08. 12. 2019 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur

Janúar 2020

12. 01. 2020 Steinunn Vala og Hanna

19. 01. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Páll Palomares, Ólöf Sigursveinsdóttir, Bjarni Frímann

26. 01. 2020 Vinsælir sígildir ljóðasöngvar – Kristín R. Sigurðardóttir og Arnhildur Valgarðsdóttir

Febrúar 2020

02. 02. 2020 Barrokkbandið Brák

09. 02. 2020 Stirni Ensemble

16. 02. 2020 Tvíleikur – Hulda Jónsdóttir og Ragnar Jónsson

16. 02. 2020 Velkomin heim – Anna Sóley Ásmundsdóttir og ensemble

23. 02. 2020 Svítur og valsar úr austri og vestri

Mars 2020

01.03.2020 Cauda Collective: Ástarjátning

08. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Strokkvartettinn Siggi

15. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Weinberg & Shostakovich

22. 03. 2020 Velkomin heim – Björk Níelsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir

29. 03. 2020 Kammersveit Reykjavíkur – Beethoven í 250 ár

Apríl 2020

19. 04. 2020 Bach og börnin – 130 börn slá hjartans hörpustrengi

Maí 2020

03. 05. 2020 Velkomin heim – Þóra Kristín og Desirée Mori

10. 05. 2020 Strengjakvartettar – Ravel, Britten og Beethoven

24. 05. 2020 Barrokkbandið Brák – Franskar aríur og hirðtónlist