Ekkert fannst
Grammyverðlaunasveitin America heldur sannkallaða stórtónleika í Eldborg næsta sumar.
Allir sem eru á „besta aldri“ ættu að þekkja lög þessarar goðsagnakenndu hljómsveitar, sem var vígð í frægðarhöll rokksins árið 2006. Hver kannast ekki við lög eins og Horse With No Name, I Need You, Ventura Highway, Tin Man, Sister Golden Hair, You Can Do Magic o.fl?
Hljómsveitin America hefur verið starfandi í 50 ár og lifir ennþá góðu lífi en stofnendur hljómsveitarinnar og vinirnir Gerry Beckley og David Bunnel ásamt frábærum tónlistarmönnum túra ennþá heiminn og eru að fá frábæra dóma og viðtökur hvert sem þeir fara.
Umsjón: Tónleikur ehf