x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Albert Mamriev leikur Beethoven og Wagner

Wagnerdagar í Reykjavík

Þessi viðburður er liðinn

Tónleikunum hefur verið frestað, en tilkynnt verður um nýjan tónleikadag fljótlega.

Tónleikar píanósnillingsins Alberts Mamriev eru á vegum Richard Wagnerfélagsins á Íslandi og hluti af Wagnerdögum, í tengslum við sýningu Valkyrjunnar í Hörpu.

Efnisskrá
L.v. Beethoven. Sonata Op. 28 í D-dúr, „Pastorale“
L.v. Beethoven. Sonata Op. 110 í As-dúr

hlé

R. Wagner-Mamriev: Umritanir á Wesendonck Lieder
R. Wagner-F.Liszt: Umritanir á Rienzi, Tristan und Isolde og Tannhäuser

Albert Mamriev fæddist í Dagestan og hóf píanónám hjá föður sínum, Jankel Mamriev en lærði síðan hjá Alexander Bakulov og Sergei Dorensky í Moskvu og hjá Arie Vardi í Tel Aviv og Hannover.

Eftir að hafa sigrað Alþjóðlegu píanókeppnina í Madrid árið 1998 hefur Albert Mamriev haslað sér völl sem einn fjölhæfasti píanóleikari sinnar kynslóðar. Upptökur hans af öllum umritunum Franz Liszt úr óperum Wagners hafa vakið athygli víða, sömuleiðis upptakan af frumflutningi píanókonserts
Ami Maayani með Sinfóníuhljómsveitinni í Peking, en Albert Mamriev heillast mjög af stílauðgi og margbreytileika píanótónsmíða frá síðrómantík til avant-garde og nýtur þess að takast á við tæknilegar og túlkunarlegar áskoranir sem þar er að finna.

Albert Mamriev hefur á ferlinum unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga og komið fram á tónleikum víða um heim, með mörgum fremstu hljómsveitum heims. Albert Mamriev er eftirsóttur sem kennari og
hefur setið í dómnefndum í fjölmörgum alþjóðlegum píanókeppnum. Árið 2009 stofnaði hann Neue Sterne píanókeppnina í Wernigerode og árið 2010 Klaviersterne, alþjóðlega hátíð í Könings Wusterhausen. Árið 2014 stofnaði hann svo alþjóðlegu píanókeppnina Young Piano Stars í Königs Wusterhausen (www.youngpianostars.org)

Albert Mamriev hefur stjórnað hljómsveitum bæði í Þýskalandi og Rúmeníu, m.a. Potsdam Symphony og Leipzig Philharmonic, en frá árinu 2017 hefur Mamriev gegnt stöðu rektors og prófessors við tónlistarakademíuna Neue Sterne í Hannover.
www.mansh.de