x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

AIÖN – Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenski dansflokkurinn

AIŌN er innblásið af abstrakt hugsun um tímann og ferðalag milli vídda. Í þessu nýja verki bjóða Erna Ómarsdóttir danshöfundur og Anna Þorvaldsdóttir tónskáld áhorfendum upp á töfrandi heim þar sem tónlist og dans mætast á óvanalegan hátt og dansarar Íslenska dansflokksins og hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar renna saman í eitt.

Anna og Erna eru báðar búnar að stimpla sig inn á heimsvísu sem miklir áhrifavaldar hvor í sinni listgrein. Anna Þorvaldsdóttir er staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hafa verk hennar verið flutt af fremstu hljómsveitum heims, m.a. Fílharmóníusveitunum í Berlín, New York og Los Angeles.

Erna Ómarsdóttir er listdansstjóri Íslenska dansflokksins og hefur hún hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín sem sýnd hafa verið á helstu listahátíðum og leikhúsum í Evrópu og víðar.

AIŌN er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar, en verkið var frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar og Íslenska dansflokknum þann 24. maí 2019 í Tónlistarhúsinu í Gautaborg. Finnski hljómsveitarstjórinn Anna-Maria Helsing stjórnar en hún stýrði einnig frumflutningnum í Gautaborg.

Ekki missa af einstökum viðburði fyrir alla þá sem hafa áhuga á spennandi nýsköpun í tónlist og dansi á Íslandi.

EFNISSKRÁ
Anna Þorvaldsdóttir og Erna Ómarsdóttir AIŌN

DANSHÖFUNDAR
Erna Ómarsdóttir í samvinnu við dansara Íslenska dansflokksins

TÓNVERK
Anna Þorvaldsdóttir

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Anna-Maria Helsing

VÍDEÓVERK
Pierre-Alain Giraud
Valdimar Jóhannsson

BÚNINGAHÖNNUÐUR
Agnieszka Baranowska

DANSARAR
Charmene Pang
Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir
Erna Gunnarsdóttir
Félix Urbina Alejandre
Inga Huld Hákonardóttir
Shota Inoue
Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Una Björg Bjarnadóttir