x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Aðventutónleikar Sinfóníunnar – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Á aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2018 hljóma verk eftir þrjá
tónsmíðameistara 18. aldar. Jean-Philippe Rameau var eitt mesta óperutónskáld
sinnar tíðar og „óperu-ballettinn“ Les indes galantes frá árinu 1735 er eitt
hans vinsælasta verk, þar sem brugðið er upp ævintýralegum myndum úr
Indíalöndum. Brandenborgarkonsertar Bachs eru meðal helstu hljómsveitarverka
hans og eru yfirgripsmikil úttekt á konsertforminu. Verkin gera miklar kröfur
til einleikaranna og á það ekki síst við um konsertinn nr. 2 sem saminn er
fyrir trompet, flautu, óbó og fiðlu. Hér er það hinn ungi en bráðflinki Baldvin
Oddsson sem mundar trompetinn og fær til liðs við sig nokkra leiðandi
hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Mozart samdi Prag-sinfóníuna á hátindi ferilsins, um svipað leyti og óperuna Brúðkaup
Fígarós. Það var einmitt velgengni síðarnefnda verksins í Prag sem varð til
þess að Mozart samdi nýja sinfóníu borgarbúum til yndisauka, og hafði um það
mörg orð að hvergi í heiminum kynnu áheyrendur að meta tónlist hans eins og
þar. Hollenski hljómsveitarstjórinn Dirk Vermeulen er prófessor við Konunglega
tónlistarháskólann í Brussel og nýtur virðingar víða um heim fyrir innblásna
túlkun sína á tónlist frá 17. og 18. öld. Hann stjórnaði Aðventutónleikum
Sinfóníunnar árið 2014 með frábærum árangri.

 Tónleikakynning í Hörpuhorni » 6. des. kl. 18:00

 • Efnisskrá

  EFNISSKRÁ
  Jean-Philippe Rameau Les Indes galantes, svíta
  J.S. Bach Brandenborgarkonsert nr. 2
  W.A. Mozart Sinfónía nr. 38, Prag-sinfónían
  HLJÓMSVEITARSTJÓRI
  Dirk Vermeulen
  EINLEIKARAR
  Baldvin Oddsson
  Hallfríður Ólafsdóttir
  Felicia Greciuc
  Nicola Lolli