x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Í ljósi samkomutakmarkanna vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ákveðið að aflýsa tónleikunum. Miðahafar geta nýtt upphæðina á aðra tónleika hljómsveitarinnar eða fengið miðana endurgreidda í miðasölu Hörpu.

Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru ávallt sérstakt gleðiefni, því þá hljómar hátíðleg tónlist eftir meistara barokksins frá 17. og 18. öld sem ekki eru daglega á efnisskrám sinfóníuhljómsveita. Á þessari jólalegu efnisskrá verður meðal annars konsert fyrir tvær fiðlur eftir Vivaldi, í flutningi hjónanna Veru Panitch og Páls Palomares, en þau spiluðu sig inn í hjörtu landsmanna fyrr á árinu ásamt ungum tvíburum sínum. Einnig mun Jacek Karwan, kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, leika glæsilegan konsert eftir ítalska tónskáldið Giovanni Bottesini. Nánari efnisskrá verður kynnt síðar en meðal annars verða á efnisskránni verk eftir barokkmeistarana Händel og Bach.

Leiðbeiningar til tónleikagesta
Í ljósi hertra samkomutakmarkanna er miðaframboð á tónleikana takmarkað við 100 manns í hvert sóttvarnarhólf. Í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Athugið að samkvæmt sóttvarnarlögum ber gestum skylda að vera með grímu á tónleikunum. Við biðjum gesti að gæta vel að sóttvarnarreglum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er á tónleikana. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.

Áskrift að tvennum tónleikum eða fleiri veitir þér besta verðið með 20% afslætti.

 • Efnisskrá

  Antonio Vivaldi Konsert fyrir tvær fiðlur í a-moll
  Giovanni Bottesini Konsert fyrir kontrabassa nr. 2
  Efnisskrá kynnt nánar síðar

  HLJÓMSVEITARSTJÓRI
  Tilkynnt síðar

  EINLEIKARAR
  Vera Panitch fiðla
  Páll Palomares fiðla
  Jacek Karwan kontrabassi

Deila