x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

HIMA – Á vængjum söngsins

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu

Þessi viðburður er liðinn

Hinn 18 ára gamli Ziyu He hefur heldur betur náð að fanga athygli fiðluheimsins undanfarin ár með gullverðlaunum í alþjóðlegu Menuhin fiðlukeppninni, Eurovision Young Musicians keppninni og Leopold Mozart keppninni. Hann hefur leikið einleik með hljómsveitum í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi og kemur reglulega fram sem einleikari á tónlistarhátíðum víða um heim. Hann stundar nám við Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg.

Vladimir Stoupel er einstaklega fjölhæfur píanóleikari sem hefur hljóðritað marga geisladiska og leikið einleik með hljómsveitum á borð við Berlínarfílharmóníuna, þjóðarhljómsveit Rússlands, og útvarpshljómsveitina í München. Hann starfar einnig sem hljómsveitarstjóri og stjórnar reglulega hljómsveitum í Evrópu. Á Íslandi hefur Vladimir stjórnað Kammersveit Reykjavíkur.

Á þessum klukkustundarlöngu hádegistónleikum munu þeir félagar leika fjölbreytta efnisskrá sem allir ættu að njóta.

Schubert: Fiðlusónata nr. 4 í A-dúr
Paganini: Stef og tilbrigði við “Nel cor piu non mi sento”
Dvorák:  Rómansa fyrir fiðlu og píanó ópus 11
Li Zili: The Fisherman´s Song for Harvest