tónlist

Bjarki Friðriksson - minning
Verð
5.900 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 27. ágúst - 16:00
Salur
Norðurljós
Þann 24.ágúst 2023 hefði Bjarki Friðriksson orðið fimmtugur, en hann lést skyndilega úr heilahimnubólgu árið 1993, tæplega tvítugur.
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, systir Bjarka, ætlar að minnast hans með tónleikum í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 27.ágúst kl.16:00
Karl Olgeirsson mun spila á Bjarkann, hammondorgel sem safnað var fyrir árið 2018 með dyggri aðstoð góðra vina. Hammondið var nefnt eftir Bjarka til minningar um hann. Hammondið á sér varanlegan stað í Hörpu og listamenn sem spila í húsinu hafa lýst yfir mikilli ánægju með hljóðfærið.
Sérstakur gestur er hin einstaka Edda Björgvinsdóttir, nýútskrifuð úr sálgæslunámi við Háskóla Íslands.
Allur ágóði tónleikanna mun renna til málefna sem styðja við ungt fólk sem þarf aðstoð við að vinna sig úr áföllum.
Viðburðahaldari
Hammondfélag Bjarka Friðrikssonar
Miðaverð er sem hér segir:
A
5.900 kr.
Dagskrá
Norðurljós
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.

Hápunktar í Hörpu