tónlist, klassík, sinfóníuhljómsveit

Barbara Hannigan og manns­röddin - Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.000 - 10.200 kr

Næsti viðburður

föstudagur 5. apríl - 19:30

Salur

Eldborg

EFNISSKRÁ
Richard Strauss Metamorphosen
Francis Poulenc La voix humaine (Mannsröddin)

HLJÓMSVEITARSTJÓRI OG EINSÖNGVARI
Barbara Hannigan

Barbara Hannigan snýr aftur í Eldborg til þess að flytja margrómaða konsertuppfærslu sína á Mannsröddinni, óperueinleik Francis Poulenc, með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einþáttungur Poulenc er byggður á leikriti Jean Cocteau og hverfist um síðasta símtal konu við elskhuga sinn eftir að hann hefur slitið sambandi þeirra til fimm ára. Á þessum einstaka listviðburði syngur Hannigan og stjórnar hljómsveitinni, auk þess sem myndbandsupptöku af hreyfingum hennar og svipbrigðum er varpað upp á tjald svo úr verður mikið sjónarspil. Auk Mannsraddarinnar stjórnar Barbara Hannigan hinsta tónaljóði Richards Strauss Metamorphosen sem tónskáldið samdi í lok síðari heimsstyrjaldar þegar ferill hans – rétt eins og menningarlíf álfunnar allrar – var rústir einar. Verkið er fyrir 23 manna strengjasveit, þrungið djúpum harmi og eftirsjá.

Barbara Hannigan hefur vakið feikilega aðdáun um heim allan undanfarin ár fyrir stórfenglegan söng en ekki síður fyrir hæfileika sína sem hljómsveitarstjóri. Hún hefur starfað með öllum helstu hljómsveitum heims, frumflutt yfir 85 ný tónverk og sungið í helstu óperuhúsum heims. Barbara Hannigan kom fyrst fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð vorið 2021 og sneri hún aftur strax vorið eftir. Hannigan hefur hlotið ótal verðlaun fyrir list sína, meðal ann­ars Grammy verðlaun fyrir plötuna Crazy Girl Crazy árið 2018 og hin virtu Léonie Sonningverðlaun árið 2020. Þegar Rolf Schockverðlaunin féllu henni í skaut rökstuddi dómnefndin ákvörðun sína með þeim orðum að Hannigan væri „einstakur og framsækinn flytjandi sem nálgast tónlistina sem hún flytur með öflugum og lifandi hætti“.


Viðburðahaldari

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Miðaverð er sem hér segir:

A

8.800 kr.

B

7.300 kr.

C

5.800 kr.

D

4.000 kr.

X

10.200 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.