tónlist, klassík, sinfóníuhljómsveit, börn og fjölskyldan

Ástarsaga úr fjöllunum - Litli tónsprotinn - Sinfóníuhjómsveit Íslands
Verð
2.900 - 3.500 kr
Næsti viðburður
laugardagur 23. september - 14:00
Salur
Eldborg
EFNISSKRÁ
Edvard Grieg
Prelúdía úr Holbergsvítunni
Edvard Grieg
Tröllamars (Trolltog)
Guðni Franzson
Ástarsaga úr fjöllunum
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Ross Jamie
Collins
SÖNGVARI OG
SÖGUMAÐUR
Jóhann
Sigurðarson
ÁSTARSAGA ÚR
FJÖLLUNUM
Guðrún Helgadóttir,
saga
Pétur Eggertz ,
söngtextar
Brian Pilkington,
myndir
Í Ástarsögu úr fjöllunum er skyggnst inn í heim íslenskra trölla á hugljúfan og hnyttinn hátt. Þessi ástsæla saga Guðrúnar Helgadóttur er fyrir löngu orðin þjóðargersemi og er flutt í fallegum hljómsveitarbúningi þar sem dregnar eru upp líflegar hljóðmyndir af dulúðugum, spennandi heimi tröllanna. Við sögusteininn situr Jóhann Sigurðarson leikari sem flytur söguna á sinn óviðjafnanlega hátt. Til að skapa tröllunum rétta umgjörð í Eldborg í Hörpu verður kraftmiklum tröllamyndum Brians Pilkington varpað upp meðan á flutningi stendur. Dagskrána ramma svo inn tvö af myndrænni verkum Edvards Grieg, forleikurinn að Holbergsvítunni sem er í gömlum stíl og hentar því tröllum sérlega vel og svo sjálfur Tröllamarsinn.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Miðaverð er sem hér segir:
A
3.500 kr.
B
2.900 kr.
C
2.900 kr.
D
2.900 kr.
X
3.500 kr.
Dagskrá
laugardagur 23. september - 14:00
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu