tónlist, klassík, sinfóníuhljómsveit, börn og fjölskyldan

Ástar­saga úr fjöll­unum - Litli tónsprotinn - Sinfón­íu­hjóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.900 - 3.500 kr

Næsti viðburður

laugardagur 23. september - 14:00

Salur

Eldborg

EFNISSKRÁ
Edvard Grieg Prelúdía úr Holberg­svítunni
Edvard Grieg Tröllamars (Trolltog)
Guðni Franzson Ástarsaga úr fjöllunum

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Ross Jamie Collins

SÖNGVARI OG SÖGUMAÐUR
Jóhann Sigurðarson

ÁSTARSAGA ÚR FJÖLLUNUM
Guðrún Helgadóttir, saga
Pétur Eggertz , söngtextar
Brian Pilkington, myndir

Í Ástarsögu úr fjöllunum er skyggnst inn í heim íslenskra trölla á hugljúfan og hnyttinn hátt. Þessi ástsæla saga Guðrúnar Helgadóttur er fyrir löngu orðin þjóðargersemi og er flutt í fallegum hljómsveitarbúningi þar sem dregnar eru upp líflegar hljóðmyndir af dulúðugum, spennandi heimi tröllanna. Við sögusteininn situr Jóhann Sigurðarson leikari sem flytur söguna á sinn óviðjafnanlega hátt. Til að skapa tröllunum rétta umgjörð í Eldborg í Hörpu verður kraftmiklum tröllamyndum Brians Pilkington varpað upp meðan á flutningi stendur. Dagskrána ramma svo inn tvö af myndrænni verkum Edvards Grieg, forleikurinn að Holbergsvítunni sem er í gömlum stíl og hentar því tröllum sérlega vel og svo sjálfur Tröllamarsinn.


Viðburðahaldari

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.500 kr.

B

2.900 kr.

C

2.900 kr.

D

2.900 kr.

X

3.500 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.